Nýtt lógó Kia afhjúpað sem hluti af nýjum áætlunum
- Nýtt merki Kia-fyrirtækisins þegar það heldur inn í nýja tíma með mikla áherslu á rafbíla
Kia hefur opinberað glænýtt lógó sem hluti af víðtækri endurskoðun sem mun sjá áður kóreskt merki, sem áður var meira miðað á hagkvæmni og sparnað kynna sig fyrir bílakaupendum sem meira metnaðarfullt og leiðandi í bílatækni.
Stóra endurnýjun alls vörumerkisins er hluti af endurskipulagningaráætlun fyrirtækisins ‘Plan S’ árið 2020, þar sem fyrirtækið ætlar að framleiða 11 mismunandi rafmagns gerðir árið 2025.
Nýja merkið, sem kemur í stað eldra sporöskjulaga merkis, á að töfra fram hugsanir um „samhverfu og hrynjandi,“ enda mjög stílfærð útkoma á nafni Kia.
Fyrirtækið er einnig að fella niður sitt gamla slagorð „The Power to Surprise“ („afl til að koma á óvart“) í þágu hógværs slagorðs: „Movement that inspires („hreyfing sem hvetur“.
„Nýja merki Kia táknar skuldbindingu fyrirtækisins til að verða táknmynd fyrir breytingar og nýsköpun,“ sagði Ho Sung Song, forseti og framkvæmdastjóri Kia.
Kynningu á nýja lógóinu verður fljótt fylgt eftir með áþreifanlegri sýningu á því hvað ímynd Kia á nýja vörumerkið snýst um þann 15. janúar þegar það mun leiða í ljós hvernig ný ásýnd þess mun eiga við framtíðargerðir.
Árið 2021 mun vörumerkið setja á markað flaggskip rafbíla sinna, sem verður coupe-sportjeppi með mjúkar línur, sem notar nýjan grunn sem kallast E-GMP. Innan fyrirtækisins er gerðin þekkt sem Kia CV, og það mun hafa „um 480 km“ svið og bjóða upp á „undir 20 mínútna endurhleðslutíma“, en allra fljótasta útgáfan af komandi bíl vörumerkisins mun ná frá 0- 100 km/klst á undir þremur sekúndum.
(Frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein