Nýr Toyota X Prologue hugmyndabíll gefur vísbendingu um lítinn rafknúinn sportjeppa
- Toyota að hefja sókn rafbíla með sportjeppa á nýjum e-TNGA grunni
Toyota mun sýna nýjan hugmyndabíl þann 17. mars sem kallast X Prologue; hugmynd sem sýnir nýr lítinn rafknúinn sportjeppa sem gefur okkur innsýn á heila fjölskyldu af rafknúnum Toyotum sem aðeins nota rafhlöður.
Nýi bíllinn mun varpa ljósi á hvernig framboð Toyota á rafbílum gæti litið út þar sem hönnun X Prologue er meira en líklega ætluð sem hönnun fyrir allt framboðið og verður minni að stærð en RAV4 rafknúni sportjeppi Toyota sem mun verða markaðssettur fyrst.
Í desember 2020 sagði fyrirtækið að það myndi forskoða nýjan rafknúinn jeppa „á næstu mánuðum.“
Framboðið gæti verið merkt með „BZ“ – sem stendur fyrir „Beyond Zero – og Toyota hefur sótt um vörumerki fyrir gerðirnar allt frá BZ1 til BZ5.
Ekkert hefur komið fram um nýja hugmyndabílinn annað en nafnið (‘X’ sem bendir til sportjeppa) og vísbending frá Toyota um að þetta sé lítil bifreið. En meðfylgjandi kynningarmynd staðfestir að hún verði að fullu rafknúin.
Kynningarmyndin af framenda bílsins gefur tilfinningu fyrir þéttri hönnun X Prologue sem er auðkennd með stuttri vélarhlíf, en fjarvera grills að framan er meira en uppljóstrun um uppsprettu drifbúnaðarins.
Hönnunin felur í sér nýja hönnun á framljósum sem ná frá einu aðalljósinu að öðru og nærr yfir nýja auða svæðið þar sem grillið væri annars.
Toyota, sem nú er ekki með rafknúin ökutæki sem aðeins nota rafhlöður í framboði sínu í Evrópu, hefur áður sagt að það stefni að því að selja eina milljón ökutækja á heimsvísu frá 2030 með fjölskyldu af 10 rafbílum sem aðeins nota rafhlöður, sem verða gerðar aðgengilegar snemma á 20. áratugnum.
Nýi e-TNGA grunnurinn – sérhannaður grunnur rafbíla, sem er þróaður í tengslum við Subaru – mun eiga stóran þátt í því að rafknúin ökutæki komi a markaðinn.
Hybrid og vetnisökutæki munu samt standa fyrir mestu af rafmagnsframboði Toyota.
Toyota segir að grunnurinn sé sveigjanlegur og hægt sé að nota hann „í ýmsum vörutegundum,“ með frjálsum breytileika í lengd ökutækis, breidd, hjólhafi og hæð. e-TNGA getur einnig notað rafmótorkerfi að framan, aftan eða fjórhjóladrif, með rafhlöðum af mismunandi stærð líka.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein