Nýr 2022 Mercedes GLC mun keppa við Audi Q5 og BMW X3 með glæsilegu nýju útliti
- Næsta kynslóð Mercedes GLC sportjeppans mun fá tækni frá S-Classt þegar hann kemur um mitt ár 2022
Hlutirnir ganga hratt á sportjeppamarkaðinum og Mercedes er þegar í gangi með þróun á vandlega yfirfarinni útgáfu af GLC-sportjeppanum. Þegar hann kemur á markað um mitt ár 2022 mun GLC þar með ljúka einu annasamasta tímabili í sögu þýska fyrirtækisins sem sent hefur frá sér marga nýja bíla á þessum tíma.
GLC er einn af nýrri meðlimum sportjeppa-fjölskyldu Mercedes, sem hleypt var af stokkunum árið 2015, en þessi hluti leggur nú þegar til stóran hluta af hagnaði fyrirtækisins.
Sportjeppar eru meira en 33 prósent af sölu fyrirtækisins á heimsvísu og GLC er söluhæsti jeppi vörumerkisins í Bretlandi.
Til að tryggja að Mercedes haldi sínum hlut í samkeppni við keppinauta eins og Audi Q5 og BMW X3, hefur fyrirtækið ákveðið að uppfæra tækni og gæði.
Þetta byrjar með með róttækri uppfærslu fyrir innanrými GLC, sem mun byggja að miklu leyti á hönnun komandi S-Class eðalvagna.
Núverandi röð stafrænna skjáa sem teygir sig lárétt yfir mælaborðið verður lagður til hliðar og í staðinn kemur einn skjá í anda Tesla sem situr í miðju mælaborðsin. Njósnamyndir hafa leitt í ljós að frekar en að samþætta allar aðgerðir bílsins á skjánum, þá mun lítið hnappaborð með snertihnöppum vera rétt undir stóra skjánum og veita aðgang að loftslagsstýringu og aðgerðum leiðsögukerfisins. Engir raunverulegir hnappar eða skífur verða til staðar.
Frumgerðir sem sáust í prófunum í Þýskalandi, sýna einnig að GLC mun vaxa að stærð. Hann er greinilega lægri og lengri en núverandi bíll og breytingarnar ættu að hjálpa til við að veita sportjeppanum sléttara yfirbragð.
Myndir Auto Express sem fylgja hér með gefa betri hugmynd um hvernig bíllinn sem kemur í sýningarsali umboða árið 2020 gæti litið út og innifelur nýjustu hönnun Mercedes og útlit á ljósum.
GLC mun halda áfram með „Mercedes Modular Rear Architecture“, en mun njóta góðs af umtalsverðum uppfærslum til að gera fyrirtækinu kleift að kynna til sögunnar fjölbreyttari drifrásir rafbíla og fágaðri sjálfvirkan akstursvirkni.
Vélbúnaður verður áfram fjögurra strokka bensín- og dísilvélar, en búist er við að allir verði paraðir við nýja 48V væga blendingstækni (hybrid). Mercedes vísar til slíkra eininga sem EQ Boost.
Til viðbótar er búist við að GLC með skilvirkari hybrid-búnaði afbrigði af GLC komi með EQ Power merkinu. GLC 300 e 4MATIC í dag notar 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél og 119 hestafla rafmótor, sem gefa heildarafköst sem nemur 316 hestöflum og aksturssvið á rafmagni allt að 42 kílómetra.
Notkun þéttari rafgeymis (ekki stærri en núverandi eining) í annarri kynslóð líkansins ætti að auka rafmagnssviðið í um það bil 56 kílómetra, en án þess að hafa áhrif á hagkvæmni.
Mercedes mun einnig halda áfram að smíða á grunni vetnistækni sína, með GLC F-Cell. Þetta mun tryggja að fyrirtækið hefur eitt breiðasta aflgjafaframboð allra farartækja sem eru til sölu með þessum nýja GLC.
Fyrirtækið mun einnig kom fram með miklar framfarir í sjálfstæðri aksturstækni þar sem það lítur út fyrir að auka virkni stigs 3 umfram komandi S-flokk. Fjölbreytni nýs hugbúnaðar og vélbúnaðar – sem samanstendur af ratsjá, mælum og skynjurum – gæti gert GLC kleift að ráðast í takmarkaðan „akstur án aðkomu ökumanns“ þar sem löggjöf leyfir.
(byggt á grein á Auto Express)
Umræður um þessa grein