Ný gildra í bílaviðskiptum
Eins og flestir vita sem ætla sér að kaupa notaðan bíl þá er margt að varast og að mörgu að hyggja. En nú hefur löggjafinn bætt við enn einu atriðinu sem væntanlegur kaupandi að notuðum bíl þarf að varast. Við viljum vekja athygli á því.
Frá og væntanlega með 1. janúar 2020 þá eiga tryggingafélögin lögveð í ökutæki ef eigandi ökutækisins skuldar tryggingaiðgjöld. Það fylgir bílnum þ.e. fellur ekki niður við eigendaskipti.
12. grein laganna: „Lögboðið vátryggingariðgjald ökutækis ásamt vöxtum og kostnaði hvílir sem lögveð á ökutækinu og gengur fyrir öllum öðrum skuldbindingum sem á því hvíla í tvö ár frá gjalddaga nema gjöldum til ríkissjóðs. Á grundvelli slíks lögveðs má krefjast nauðungarsölu á ökutæki án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Lögveðið fellur ekki niður við eigendaskipti.”
Upplýsingar um ógreiddar tryggingar ökutækis er ekki alltaf auðvelt að finna. Þessi lög íþyngja neytendum en hygla tryggingafélögunum.
Hver samdi þessi lög og hverjir samþykktu þau? Fyrsta vísbending, lögin falla undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endilega látið í ykkur heyra.
Það er hægt að lesa nánar um þetta hér í grein Neytendasamtakanna og hér eru lögin.
Bílablogg leitaði til þriggja hagsmunaaðila sem málið varðar, Félags Íslenskra bifreiðaeigenda, Bílgreinasambandsins og Neytendasamtakanna. Hér má lesa um viðbrögð forsvarsmanna þessara þriggja hagsmunaaðila varðandi málið.
Fleiri greinar eftir sama höfund:
Hver man eftir grein 12?
Mótorbaninn mikli
Hagnýt ráð í bílaviðgerðum?
Annað efni tengt bílaviðskiptum (á léttari nótum):
Endilega prófaðu bílinn elsku viðskiptavinur
Er þjónustan betri ef viðskiptavinur virðist ríkur?
Svona töluðu sölumenn bílaumboðanna í denn
Algjör skúrkur: Sagan af Darren og Dave
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein