Nissan smíðar Ariya fyrir leiðangur frá norður- til suðurpóls
Ökumaðurinn, Cris Ramsey, hefur þegar farið í Mongol Rally á fyrstu kynslóð Leaf
Nissan og Chris Ramsey hjá fyrirtækinu „Plug In Adventures“ eru að skipuleggja ansi magnaða ferð á næsta ári. Ramsey mun keyra 2023 árgerð Nissan Ariya frá norðurpólnum til suðurpólsins.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ekki bara rafbíl, heldur hvers kyns bíl er ekið frá einum pólnum til hins. Og Nissan hefur áform um að gera Ariya fyrir hann Ramsey frekar öflugan.
Ekki er mikið vitað um sérbúnað, en Nissan hefur sagt að rafknúinn crossover jeppinn muni fá uppfærslu á felgum, dekkjum og fjöðrun. Nissan mun einnig breyta yfirbyggingunni til að mæta þessum breytingum. Miðað við útfærslur verða stórir hjólbogar aðalbreytingin á ytra byrði, ásamt þakgrind og torfæruljósum. Einnig verður grunnbíllinn Ariya með e-4ORCE fjórhjóladrifi. Það er útgáfan með tvöföldum mótorum, 389 hestöfl og áætlaða drægni upp á 426 km. Óbreytt Ariya verður einnig með á leiðinni sem stuðningsbíll.
Auðvitað mun það svið á drægni líklega vera nokkuð breytilegt miðað við landslag og hitastig sem Ramsey og Ariya munu standa frammi fyrir. Leiðin mun liggja frá norðurpólnum um Norður- og Suður-Ameríku niður á suðurpólinn. Þó að hleðsla verði áskorun ættu Ramsey og lið hans að vera vel undirbúin.
Ramsey og eiginkona hans luku Mongol rallinu með fyrstu kynslóð Nissan Leaf, sem var um 12.800 km ferð um nokkur álíka afskekkt svæði.
Ein af lausnunum varðandi hleðslu var meðal annars að tengja bílinn beint upp á rafmagnsstaur í Síberíu með aðstoð rafvirkja.
Ferðin er áætluð í mars 2023. Þannig að við ættum að sjá fullbúinn Ariya innan árs. Það verður einnig áhugavert á að sjá hvernig leiðangurinn fer og hversu langan tíma hann tekur. Ramsey-liðið lauk Mongol-rallinu á 56 dögum. Þó að Ariya hafi meiri drægni og hluti ferðarinnar mun líklega vera eftir góðum vegum og hleðslumannvirkjum, þá er ferðin frá einum pól til hins mun lengri, eða um 27.000 km.
Umræður um þessa grein