Nánari upplýsingar um Hyundai Tucson PHEV árgerð 2021
- Næsta kynslóð Hyundai Tucson PHEV mun fara í sölu á næsta vori með 261 hestafla aflrás og um það bil 50 kílómetra aksturssvið á rafhlöðunni
Alnýr Hyundai Tucson mun koma í sölu með vorinu á næsta ári með vali rafmagns drifrásum – sú mikilvægasta verður nýtt kerfi tengiltvinnbíls sem er hannað til að keppa við Ford Kuga PHEV og Volkswagen Tiguan eHybrid.
Nýja Hyundai Tucson PHEV aflrásin samanstendur af túrbó 1,6 lítra fjögurra strokka bensínvél, 90 hestafla rafmótor og 13,8 kWW rafhlöðu. Bensínvélin sendir drif á öll fjögur hjólin um sex gíra sjálfskiptingu og skilar 261 hestöflum og togið er 350 Nm.
Hyundai á enn eftir að koma með tölur varðandi eldsneytiseyðslu Tucson PHEV, losun og rafmagn. Innri áætlanir fyrirtækisins setja hins vegar töluna varðandi rafmagnið í um 50 km milli hleðslustoppa.
Hyundai hefur einnig lagt áherslu á að rafhlöðukerfi bílsins sé komið fyrir undir ökutækinu, sem hefur lágmarksáhrif á farþegarými og farangursrými. Farangursrýmið í Tucson er níu prósentum stærra en gamla gerðin, 558 lítrar. Þegar aftursætin eru lögð fram stækkar sú tala upp í 1.737 lítra, sem er 15 aukning miðað við gamla bílinn.
Hyundai mun einnig bjóða sömu 1,6 lítra vélina í grunngerð bílsins, þó án rafmagnsaðstoðar og sem er pöruð við sex gíra beinskiptan gírkassa. Í grunngerðinni hefur hún 148 hestafla afköst og er hægt að tilgreina bílinn annaðhvort með fram- eða fjórhjóladrifi.
Þrjár útgáfur mildra blendinga
Þrír 48 volta mildblendingar verða einnig fáanlegir, þar af tveir byggðir á sömu bensínvél og restin af Tucson-línunni.
Bensínvalkostirnir eru annaðhvort með 148 hestöfl eða 178 hestöfl – og báðar koma með sem staðalbúnað með nýju sex gíra skynvæddu handskiptingunni, sem er beinskiptur kassi sem er ekki með kúplingsfótstig. Einnig hefur verið tilkynnt um 134 hestafla 48 volta dísilbíl, sem ekki mun kom á alla markaði.
Full hybrid-útgáfa
Einnig verður boðið upp á hybridútgáfu frá upphafi og þar sameinast 1,6 lítra bensínvélin með 59 hestafla rafmótorum og litlum 1,49 kW / klst rafhlöðupakka, samanlögð afköst eru 227 hestöfl og 350 Nm tog. Sex gíra sjálfskiptur kassi verður staðalbúnaður í þeirri gerð en fjórhjóladrifsútgáfur af Tucson Hybrid eru fáanlegar með Terrain Control rofi til aksturs í torfærum.
Val á fjöðrun
Í fyrsta skipti munu kaupendur hafa tvær uppsetningar fjöðrunar sem hægt er að velja um. Val er á rafstýrðum höggdeyfum með aðlögun, með tvær stillingar – mýkri stilling fyrir þegar bíllinn er í venjulegum og Eco akstursstillingum og stífari stilling þegar ný Sport stilling er valin. Fjórhjóladrif og sjö gíra sjálfskiptur kassi er einnig fáanlegur sem aukabúnaður.
Nýr Hyundai Tucson 2021: hönnun og innrétting
Næsta kynslóð Hyundai Tucson hefur farið í gegnum algera endurskoðun bæði að innan sem utan og kynnt hefur verið ný og áberandi hönnun sem er einstök fyrir þessa gerð. Ásamt nokkrum helstu tækniuppfærslum er það hluti af stórri áætlun sem kóreska vörumerkið hefur dregið fram til að ýta sportjeppanum sínum frekar upp á markaðnum.
Hyundai forsýndi þennan nýja Tucson seint á árinu 2019 með hinum djarfa Vision T hugmyndabíl. Framleiðsluútgáfan er með mörg af útlitseinkennum Vision T og bíllinn er nokkuð frábrugðinn öðrum bílum í framboði Hyundai. Framendinn einkennist af nýju grilli, með stikuðum áherslum og samþætt LED ökuljós sem eru hönnuð til að vera alveg falin í grillinu þegar bíllinn er ekki í akstri.
(byggt á vef Auto Express og Hyundai – myndir frá Hyundai)
Umræður um þessa grein