Í gærmorgun voru það bílskúrarnir en í dag eru það bílastæðin! Eftir að hafa búið við Skólavörðustíginn um árabil kann maður nefnilega orðið að meta almennileg „parkeringspláss“ eins og sagt er á sunnudögum.
Almennileg bílastæði eru fá í miðbænum skilst mér en þangað fer maður sjaldan núorðið. Þegar ég bjó þarna við Skólavörðustíginn urðu bílarnir mínir fyrir barðinu á hinum ýmsu fautum og bílunum þeirra. Það var fúlt.
Hér eru til umfjöllunar sérkennileg bílastæði og byrjum úti á sjó. Á því bílastæði sem eflaust mætti kalla heimsins dýrasta bílastæði.
Bílastæði flugmóðurskipsins U.S.S. Ronald Reagan
Nokkuð var fjallað um þetta árið 2012 þegar hermenn á leið til herstöðvarinnar Kitsap í Bremerton, Washington. Það kom betur út fjárhagslega að ferja ökutækin með þessum hætti en að senda þau á hvern annan máta sem er.
Í þessari tilteknu ferð var ekki þörf á flugvélunum sem að jafnaði tengjast skipinu var plássið notað undir bílaflotann sem annars hefði hvort sem er farið með einhverju skipi. Skrautlegt var það alla vega að sjá! Bílastæðið fljótandi.
Autostadt í Wolfsburg
Þetta eru tveir glerturnar sem hýsa nýja bíla frá VW frá því þeir koma úr verksmiðjunni þar til þeir eru afhentir. Þykir byggingin sjálf og tæknin með eindæmum snjöll og flott. Hvor turn ber 400 ökutæki.
Það er best að leyfa myndbandi að sjá um að skýra tæknihlutann:
Bílastæðahús geta í alvöru verið skemmtileg. Ekki bara skemmtileg heldur ljómandi snotur að auki! Skautum framhjá þeim íslensku (með fullri virðingu fyrir hönnun þeirra og sögu) því þau þekkjum við sennilega.
Bílastæðahúsið við dýragarðinn í Leipzig
Árlega koma vel yfir milljón gestir í dýragarðinn í Leipzig í Þýskalandi. Árið 2002 var efnt til hönnunarsamkeppni með það að markmiði að byggja bílastæðahús sem bæði væri fallegt og umhverfisvænt. Sigurhugmyndin hefur þótt frekar fín og er bambusútlitið engin tilviljun.
Hið sökkvandi skip í Seattle
Þetta bílastæðahús er á mörgum hæðum og er þekkt sem The Sinking Ship. Það er við Pioneer Square í Seattle og var byggt á sjöunda áratugnum í samræmi við stefnu um nýja ásýnd borgarinnar.
Marina City Parking
Þetta bílastæðahús í Chicago minnir dálítið á það sem fjallað var um hér að ofan (í Wolfsburg). Húsið er spírallaga og eru um 900 bílastæði þar á 19 hæðum. Það er kannski ekki alveg sama hvernig ekið er inn í svona hönnunarstykki. En hér eru leiðbeiningar:
Michigan Theater Parking Garage
Leikhúsið í Michigan í Detroit var eitt sinn perlan á svæðinu þar sem menningin blómstraði. Nú er leikhúsið orðið að bílastæði sem minnir á forna frægð, ris iðnaðarborgar og hnignun hennar.
Singapore Sky
Bílastæðavandi er sannarlega í hinni fjölmennu borg sem Singapúr er. Þegar glæsiíbúðablokk, Hayden Scottsm var byggð höfðu menn það í huga að gott væri fyrir bílafólk að geta haft bílana sína með sér upp í íbúð. Og svona gengur þetta fyrir sig:
Bílastæði heimsins eru mörg hver staðsett á ótrúlegum stöðum og þetta voru nokkur dæmi. Þetta myndband hér í lokin bætir aðeins við það sem hér hefur verið komið inn á.
Þessu tengt:
Stórkostlegir bílskúrar
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein