Það gekk ekki bara illa að sprengja Land Cruiser 300 í klessu heldur einfaldlega tókst það ekki. 15 kíló af TNT, 10 handsprengjur, 2 jarðsprengjur og 780 skothrinur úr hinum ýmsu frethólkum dugðu ekki til að lúskra almennilega á brynvörðum Cruisernum.

Þetta er auðvitað ekki ávísun á að hægt sé að plaffa á Toyota Land Cruiser eins og hann kemur frá framleiðanda án þess að sjái á bílnum. Nei, hér er um sérstaklega breyttan 300 Cruiser að ræða. Hann er brynvarinn af INKAS® og þolir greinilega allt mögulegt.

Um þær breytingar sem gerðar hafa verið á bílnum má lesa hér en svo er þetta myndband hér fyrir neðan ansi magnað og segir heilmikið það sem gekk á! Rétt er að geta þess að 15 kíló af TNT er ekki alveg heldur samsvarar það sem sprengt var 15 kílóum af TNT. Það kemur líka fram í myndbandinu en rétt skal vera rétt.
Annað um Land Cruiser:
Fagna nýjum Land Cruiser 70
„Body Kit“ fyrir Land Cruiser 300
70 ára þróunarsaga Land Cruiser á mínútu
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein