Mitsubishi gæti verið neyddur til að koma aftur á Evrópumarkað
- Viðræður innan Renault-Nissan bandalagsins gætu brátt þrýst á Mitsubishi að snúa við ákvörðun sinni um að yfirgefa Evrópumarkaðinn
Forvitnilegar fréttir fyrir aðdáendur Mitsubishi í Evrópu. Fyrirtækið er nýbúið að frumsýna nýjan Outlander sem ekki er rágert að komi á Evrópumarkað, vegna þess að japanski framleiðandinn tilkynnti í júlí á síðasta ári að þeir væru að draga sig í hlé á Evrópumarkaði.

Mitsubishi gæti brátt snúið við ákvörðun sinni um að yfirgefa Evrópumarkaðinn, í kjölfar aukins þrýstings frá Renault og Nissan. Samkvæmt Financial Times hafa aðilar bandalagsins þegar búið til ramma fyrir bakslagið og eiga þeir að taka það formlega til skoðunar á stjórnarfundi á fimmtudag.
Ákvörðunin gæti orðið til þess að Renault muni framleiða Mitsubishi ökutæki í frönskum verksmiðjunum sínum, sem gæti valdið vanda vegna markaðsmála fyrir japanska vörumerkið.
Franska ríkisstjórnin á 15 prósenta hlut í Renault – og þar sem Mitsubishi er að hluta til í eigu franska framleiðandans gæti það fljótlega átt yfir höfði sér ásakanir um að aðstoða Renault við að vernda frönsk störf.
Pólítísk flétta?
Stjórnendur bæði Mitsubishi og Nissan hafa áhyggjur af því að samningurinn hafi verið hannaður sem pólitísk samningsflétta til að auka framleiðslu í frönskum verksmiðjum í erfiðleikum og vinna stuðning stéttarfélaga. Svipuð aðgerð átti sér stað árið 2001 þegar Renault flutti framleiðslu á Nissan Micra frá Sunderland á Bretlandi til Flins í París.
Halda enn fast við það að hætta með nýja bíla á Bretlandi
Mitsubishi segir áætlanir sínar um breska markaðinn ekki hafa breyst. Fyrirtækið heldur enn stöðugt við þá áætlun að verða aðeins þjónustufyrirtæki eftir sölu í lok árs – og engin opinber áform eru um að koma nýjustu gerðum Mitsubishi til Bretlands.
Verði þessi breyting hins vegar, myndi innflutningsaðili Mitsubish í Bretlandi mæta alvarlegum vanda.
Fjöldi söluumboða á Bretlandi hefur þegar yfirgefið vörumerkið í kjölfar upphaflegrar tilkynningar Mitsubishi um að hætta á markaðnum í júlí og óttast framboðsskort og skort á nýjum gerðum í framtíðinni. Til að koma sölunetinu í fullan gang aftur þarf átök á borð við jarðskjálfta til að snúa aftur í átt að vörumerkinu, líklega með miklum kostnaði.
Umræður um þessa grein