Landrover eigendur vinka hvor öðrum þegar þeir mætast
Nýliðna helgi héldu Landrover eigendur sína árlegu sumarhátíð í Húnaveri. Það var margt um manninn og margt að gerast enda fjölmargir í klúbbnum Íslandrover sem létu sjá sig í ferðinni og viðruðu fáka sína.
Við hjá Bílabloggi fengum boð í ferðina og flutum með með þeim feðgum Árna Árnasyni og Árna Hauki Árnasyni sem nýverið lauk námi í bifvélavirkjun og er að gera upp 1965 módel af Land Rover. Farskjóti okkar var 2006 árgerð af 38 tommu breyttum Land Rover Defender og fór vel um okkur í ferðinni.
Íslandrover klúbburinn varð til í kringum Land Rover eigendur sem langaði til að deila reynslu af endurgerð bíla af þeirri tegund og hittast á bílum sínum. Árlega hittast menn í sumarferð, haldin eru skúrakvöld þar sem félagar hittast og skoða, spá og spekúlera.
Ekki síst til að deila reynslu og upplýsingum. Einnig fara félagsmenn í vetrarferðir þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að eitthvað bili og að ófærð sé sem mest. Formaður klúbbsins er Bjarni Sigurðsson.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2bf81075f2f47b604376_022_n%C3%A6st%20besta%20myndin.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2c0297066548d94c4be8_004.jpg)
Aðeins um Land Rover
Kynning á Land Rover markaði nýja byrjun í nýju húsnæði fyrirtækisins Solihull og áhugi stjórnenda fyrir bifreiðinni var slíkur að hann rýmkaði áætlanir sínar fyrir áætlaða M1 „mini“ bíl sinn sem hafði náð frumgerðarstigi árið 1946 , í þágu nýliðans.
Fyrsta Land Rover frumgerðin var smíðuð sumarið 1947 og notaði marga hluti (þ.m.t. undirvagninn) frá Willys Jeep en vélin var lítil vél, 1.389cc eining úr framleiðslu Rover. Bíllinn var frábrugðinn jeppanum að því leyti að hann var með þrengri akstursstöðu, því Rover vildi bjóða upp á stærsta mögulega burðarþungasvæði að aftan og færði bílstjórasætið fram á við um þrjá tommur (7,5 cm) til að ná því.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5e9c8d9b9aae7e302eba937c_Land_Rover_1948_a%C3%B0almynd.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5e9c8e101ceb3e48f060066a_Land_Rover_1947_frumger%C3%B0.jpg)
Hér má lesa söguna af Land Rover í heild sinni.
Ungt fólk á öllum aldri
Í Íslandrover klúbbnum eru bæði konur og karlar. Gaman er að sjá hvað ungu konurnar eru að koma sterkar inn í bílaheiminn, fullar af áhuga og þekkingu.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d25dfd96562c363b63a_008.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d3a416fb7af61408caa_009.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d5194d8b31910f58b20_012.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d63acccf73044a45319_013.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d7a532dc58f082a639f_014.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d83029f05b324b6288e_015.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d8c7e2b7ec6e9823c61_016.jpg)
Farið var í heimsókn á Samgöngusafnið að Stóragerði í Skagafirði og áð þar um stund og þar var drukkið kaffi og boðið upp á meðlæti, vöfflur með rjóma. Á safninu úði og grúði af allskyns samgöngutækjum bæði frá fyrri tímum og til dagsins í dag. Gaman var að sjá hversu margar nýlegar bifreiðar eru á safninu ásamt gömlum og vel uppgerðum bílum af öllum gerðum. Einnig má sjá sýningarstanda með tengingu við almenningssamgöngur og búninga bílstjóra.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2d9639c678ed1675f33f_017.jpg)
Seinnipartinn var farið í leiki þar sem allir gátu tekið þátt. Um var að ræða hið árlega stígvélakast ásamt því að reyna að kasta startara sem lengst. Auðvitað velja menn gripi sem hendi eru næstir á svona mótum.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2da21075f280b1604af4_018.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2dad3fd4153e5ad14254_019.jpg)
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e2dbeca88844a9f63187e_020.jpg)
Um kvöldið var grillað við gamla hlöðu við Húnaver og hópurinn snæddi saman í góðu tómi þar sem allir léku við hvern sinn fingur.
Á meðan var dregið í happdrætti þar sem margir veglegir vinningar voru í verðlaun. Þar á meðal bónpakkar, umfelgun og fatnaður merktur Land Rover. Rúsínan í pylsuendanum var síðan aðalvinningurinn en það var hvorki meira né minna en bíll í verðlaun. Um var að ræða 1965 árgerð af Land Rover sem alið hafði allan sinn aldur í Húnavatnssýslunni. Ökuhæfur en þarfnaðist pínu alúðar – og án efa fær hann hana í höndum nýs eiganda sem undi glaður við sitt það sem eftir var kvöldsins.
Kvikmyndagerð, myndataka og eftirvinnsla: Dagur Jóhannsson
Umræður um þessa grein