Síðustu þrjá áratugina hefur hópakstur lágfara eða „lowriders“ verið bannaður á South Bay svæðinu í Kaliforníu. Leyfi hefur verið veitt fyrir slíkum hópakstri að kvöldi 6 maí og vonast menn innan hópsins að þetta verði fyrsta kvöldið af mörgum slíkum.
Þess ber að geta áður en lengra er haldið að orðið lágfarar er nýyrði sem undirritaðri finnst býsna töff en því miður er heiðurinn ekki minn af orðasmíðinni. En já, áfram með viðbitið!
Í desember sl. ákváðu yfirvöld að láta á það reyna hvort allt færi í bál og brand ef hópakstur yrði leyfður og er reynslutíminn sex mánuðir. Það er að segja að fyrsta föstudag hvers mánaðar á milli 18 og 21 mega lágfarar aka um Highland Avenue.
Föstudagskvöldið 6. maí er síðasta kvöldið innan reynslutímabilsins. Þannig að fari ekki allt gjörsamlega fjandans til þá ætti að vera möguleiki á að lágfarahópaksturinn geti farið fram reglulega.
Marcos Ardellano er einn þeirra fjölmörgu sem tilheyra Sambandi lágfara í Bandaríkjunum og sagði hann að gaman væri að geta á þessum vettvangi „hitt alla félagana sem maður hefur ekkert séð í fjölda ára,“ og jú, vissulega er það sport að aka saman á þessum stórmerkilegu bílum og sýna afrakstur margra mánaða vinnu í bílskúrnum.
Annað tengt lágförum:
„Lowrider“ – Hvað og af hverju?
Heimsmet í hverju?
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein