Það er ekki ónýtt að fá að kíkja í „leyniskúrinn“ í höfuðstöðvum Audi í Ingolstadt í Þýskalandi. Fáum er boðið í heimsókn í þann skúr og enn færri fá að prófa þá sögulegu bíla sem þar eru varðveittir.
Ökumaðurinn magnaði, Ken Block, fékk að skoða…og prófa! Fyrir nokkrum dögum fjölluðum við um heimsókn hans og hér er komið framhald.
Maður má víst ekki gúffa alla kökuna í sig í einu og heldur ekki horfa á (og hlusta auðvitað!) of marga ofurbíla í einu því það gæti eitthvað gefið sig innra með manni. Þess vega er best að taka bara tvo bita og tvo bíla í einu.
Í þessum hluta sögunnar (myndbandsins) prófar Block ekki ómerkari bíla en Audi V8 DTM frá 1990 og Audi E-tron Vision Gran Turismo 2018. Þetta er bíll sem mörg okkar hafa komist í „námunda við“ með aðstoð PlayStation en nær kemst maður ekki svo auðveldlega.
Nóg um það! Myndbandið segir allt sem segja þarf en rétt er að geta þess með tilliti til þeirra sem hafa nauma athygli, eða nauman tíma, að Ken Block setur fyrri græjuna í gang á mínútu 5:40.
Umræður um þessa grein