Infinity boðar meiri lúxus
Það vakti heldur betur athygli þegar Infinity kynnti nýja herferð sem þeir kalla Nissan-Plus sem part af endurskipulagningu fyrirtækisins. Jafnvel þótt að þessi yfirlýsing kunni að hljóma þannig að fyrirtækið væri þynna út gæði vörumerkisins Infinity fullyrðir framkvæmdastjóri þess að aðalmarkmiðið verði á framleiðslu lúxusbíla í náinni framtíð.
Forstjóri fyrirtækisins orðar breytingarnar þannig að naflaskoðunar sé þörf og endurskipulagning fyrirtækisins verði miðuð til aukinnar hagnaðarvonar. „Lúxus bílar ættu að færa fyrirtækinu meiri tekjur og þangað verður stefnt“ sagði Peyman Kargar, forstjóri Infinity.
Nýta grunneiningar Nissan
„Við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera“ kvað Kargar. Þónokkrir nýir bílar eru á færibandinu, þar með talinn nýr jepplingur með fastback-línu líkt og BMW X6 bíllinn sem kallaður er QX55. Kargar sagði einnig að í framtíðarplönum fyrirtækisins væru margar gerðir nýrra bíla í startholunum sem munu byggðir á grunni Nissan en Nissan er móðurfyrirtæki Infinity.
Ný lína fyrirtækisins verður bæði knúin bensín mótorum, blendingsvélum (hybrid) og rafmagns drifrásum.
Samnýting grunneininga í bílaframleiðslunni er nauðsynleg til að spara fjármuni sagði Kargar. Samkeppnisaðilar okkar eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þróun nýrra hugmynda tengdum rafmagnsbílum og tækninni í þeim.
Það má því ætla að gerðirnar Q50 og Q60 sem báðar eru búnar afturdrifi muni ekki vera á framleiðslu lista fyrirtækisins, hvað þá Sentra sem hefur verið einn þekktasti bíllinn frá Infinity – nema í breyttri mynd.
Nýju gerðirnar munu verða með flottari innréttingum og meiri lúxus í alla staði og njóta nýrra tækni áður en Nissan sjálfir nota hana í sínar gerðir – sem er talsvert einkennilegt því Nissan hefur kynnt nýjungar í sínum bílum áður en þær hafa verið settar í Infinity.
Nýjar gerðir, ný tækni
Bílafjölmiðlar draga þær ályktanir að ný kynslóð Q60 muni koma á næsta ári og muni verða byggð á grunni næsta Pathfinder Nissan samsteypunnar. Blendingsmódel (hybrid) byggð á nýrri tækni Nissan, ePower tækninnar eru áætluð á markað árið 2023 og að minnsta kosti ein gerð rafmagnsbíls er í þróun hjá fyrirtækinu.
Ég sá fyrir mér þessa nýju bíla – fjögur ár fram í tímann fullyrti Kargar. Þessir bílar verða geggjaðir, tæknin verður bylting og þú munt upplifa lúxus. „Við erum ekki að fara niður í gæðum, við erum að fara uppávið“ sagði Kargar að lokum.
Infinity hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan Ingvar Helgason var við lýði og var bílamerkið þá selt sem lúxúsútgáfa af Nissan bílunum. Þar sem við íslendingar erum jú spenntir fyrir lúxus er spurning hvort Infinity sjáist brátt aftur í sölu hjá íslensku bílaumboði?
(Byggt á frétt autoblog.com)
Umræður um þessa grein