Hyundai mun koma með enn minni sportjeppa
Hyundai mun bæta við öðrum litlum sportjeppa í framboðið í Evrópu og tvöfalda framboð sitt í flokki sem stækkar hratt.
Bílaframleiðandinn sagðist ætla að koma sportjeppanum, sem kallaður verður Bayon, á markað á fyrri hluta næsta árs.
Bayon er fyrir neðan Kona, litla sportjeppann og tengist öðrum sportjeppum bílaframleiðandans – stóru sportjeppunum Tucson og Sante Fe og Nexo vetnisbílnum.
„Með því að setja á markað nýja viðbótargerð í B-flokki (flokki minni bíla) sem byrjunarstærð í jeppalínu okkar, sjáum við frábært tækifæri til að svara enn betur kröfum evrópskra viðskiptavina og auka framboð okkar í mjög vinsælum stærðarflokki“, sagði, Andreas-Christoph Hofmann, stjórnandi markaðssetningar og vöru Hyundai fyrir Evrópu í yfirlýsingu.
Hyundai sendi frá sér kynningarmynd af Bayon. Fyrirtækið sagðist munu upplýsa nánar um ökutækið innan tíðar.
Nafnið Bayon var innblásið af borginni Bayonne í suðvestur Frakklandi, sagði Hyundai.
Vaxandi hluti markaðarins
Bayon mun keppa við nýja þáttakandur, þar á meðal Ford Puma og væntanlegum Toyota Yaris Cross í flokki lítilla sportjeppa.
LMC Automotive spáir því að sala lítilla sportjeppa í Evrópu muni aukast í meira en 2 milljónir á næsta ári frá því sem spáð var 1,75 milljónum á þessu ári, aukast síðan í 2,5 milljónir árið 2022 og 2,7 milljónir árið 2025, samkvæmt greiningu Automotive News Europe á hlutanum.
Felipe Munoz, sérfræðingur JATO Dynamics, , sagði að litlir sportjeppar kæmu hægt í stað hins hefðbundna smábíls sem mikilvægasta flokk Evrópu.
Nýir bílar í þessum hluta, eins og Bayon munu auka fjölda bíla í þessum stærðarflokki í meira en 20 gerðir en voru sex fyrir áratug.
Aukning í sportjeppum og rafbílum
Í kynningu fyrir fjárfesta í þessum mánuði sagðist Hyundai ætla að auka framboð rafknúinna bíla í sportjeppa- og „corosover“ sem og lítilla bíla.
Bílaframleiðandinn ætlar að kynna rafhlöðuknúinn crossover í A-hluta (smábíl) og rafknúinn sportjeppa sem aðeins notar rafhlöður árið 2022.
Litli sportjeppinn gæti verið rafknúin rafhlöðuútgáfa af Bayon. Hyundai vildi ekki tjá sig nánar um málið.
Eins og er, selur Hyundai Kona í bensín-, tvinnbíls- og rafhlöðuútgáfum í Evrópu. Hyundai selur einnig Ioniq bílinn með fullri rafdrifinni drifrás, ásamt tengitvinn- og fullri blendingsútgáfu.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein