Hvernig er best að halda um stýrið?
„Gamla fréttin“ frá því fyrir 30 árum
Við höfum öðru hvoru farið til baka í tímann og skoðað hvað var fréttnæmt fyrir 30 árum.
Á þessu tíma var ég að skrifa í DV Bíla og á þessum tíma fyrir 30 árum var fjallað um það hvernig best væri að halda um stýrið í akstri.
Í sem stystu máli var það niðurstaðan þarna að það væri betra og öruggara að hafa hendurnar á stýri eins og klukkan væri korter í þrjú í stað þess að hafa þær í stöðunni tíu mínútur í tvö eins og flestum var kennt hér áður fyrr.
Spurningin er hvort þetta á við enn þann dag í dag? Eftir athugun á vefnum virðist þetta enn vera „rétta“ staðan á höndunum!
Umræður um þessa grein