Vulcain Lance XBUS er eitt undarlegt fyrirbæri. Hann er bæði pallbílll og sendibíll sem er 450 kíló og kemst allt að 600 kílómetra á rafmagninu. Nei, hættu nú alveg!
Bíddu, eitt í viðbót: Hann nær fullri hleðslu á 3 klukkustundum.
Auðvitað er þetta leikur að tölum á sinn hátt en samt er ekkert af þessu ósatt.
Verðið á grunnbílnum er um 17.000 evrur og svo er hægt að bæta við þann bíl þar til hann er orðinn að vörubíl eða jafnvel húsbíl. Sólarsellur spila stórt hlutverk í hleðslutölunum sem gefnar eru upp en þessi franski bíll er áhugaverður þó að upplýsingarnar séu ögn misvísandi á síðu framleiðandans.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein