Hér er alvöru „sportjeppi“!
Heuliez Intruder smíðaður á grunni Mercedes G-Class er það sem hver Nissan Murano CrossCabriolet vill verða þegar hann verður stór
Við höfum verið að vandræaðsat við nafn á bílum sem vilja vera jeppar, en eru það alls ekki í raun, og höfum kallað þá gjarnan „sportjeppa“.
En hér fundum við eitt eintak sem er svo sannarlega „sportjeppi“!
Efnuðu fólki sem ætlar að sýna sig og sjá aðra er mikið í mun að vera á óvenjulegum G-Wagen jeppa frá Mercedes. Hvort sem þeir eru framleiddir í verksmiðju eins og G550 4×4 Squared eða G65, eða eftirmarkaði eins og Brabus 700 6×6 eða Mansory Viva, þá verða sérsniðnir G-Class jeppar sífellt magnaðri.
Hins vegar er ekkert af því sem hér var nefnt að framan alveg eins fáránlegt og það sem franskt fyrirtæki að nafni Heuliez bjó til árið 1996.
Við getum litið til Heuliez næstum eins og franska Valmet, framleiðanda sem hjálpaði helstu bílaframleiðendum að framleiða sérbíla.
Valmet átti Saab 900 blæjubílinn, Heuliez átti Opel Tigra, ef við horfum til þannig bíla. Hins vegar gerði Heuliez miklu, miklu áhugaverðari hluti en það sem venjulega kom frá Valmet.
Citroen CX Break, Citroen XM Break og Peugeot 604 Limousine voru allir framleiddir af Heuliez, og það er áður en við komum að hinu virkilega sérstæða efni.
Til dæmis þegar Renault 5 Turbo var smíðaður af Alpine, voru yfirbyggingunum sjálfum breytt af Heuliez. Og það er ekki eini geggjaði rallýbíllinn sem Heuliez átti þátt í. Þeir komu reyndar að sérsmíði Peugeot Peugeot 205 T16 fyrir rallkeppni í B-flokki.
Og þriðji franski hlaðbakurinn frá níunda áratugnum sem er smíðaður fyrir rallý, Citroen BX 4TC? Já, Heuliez smíðaði yfirbyggingarnar fyrir þá líka. Þrír af sportlegustu smábílunum í þessum flokki, sem allir eiga sameiginlegan framleiðanda á yfirbyggingum. Ef það er það sem Heuliez gerir svo vel varðandi þessa hefðbundnu bíla, hvernig myndu þeir útfæra til dæmis Mercedes-Benz G-Class?
Tveggja dyra G320 með þaki sem hægt er að taka af er alls ekki byltingarkennd hugmynd.
Mercedes sjálfir buðu upp á „Gelandewagen“ með blæju um tíma, en nokkrir þeirra hafa verið fluttir til sólríkra, auðugra ríkja eins og Suður-Kaliforníu.
Hins vegar leit sýn Heuliez ekki út eins og breyttur herbíll, heldur valdi fyrirtækið að hafa yfirbygginguna eins og sportbíl.
Sportlegur, spurning um notagildi en örugglega sportjeppi! Grillið var svipað og á CLK, ljósin eins og beint frá hugmyndabíl. Flottur og sérstæður prófíllinn var svolítið eins og á Porsche Panamericana hugmyndabílnum.
Bíll sem ýtir undir hugmyndaflugið á skilið jafn töfrandi nafn, svo það er ekki við hæfi að hann sé kallaður Intruder („boðflenna“).
Þetta er ekki það sem flestir myndu kalla hefðbundið aðlaðandi farartæki, en það hefur óneitanlega mikið af duttlungum, sérstaklega varðandi nýja „blæju-toppinn“.
Hafðu í huga að Mercedes-Benz SLK var glænýr árið 1996, þannig að harður toppur sem hægt var að fella niður með rafmagni var ótrúleg tækni á þeim tíma.
Fyrir tiltölulega lítið fyrirtæki að smíða einn svona frá grunni um miðjan tíunda áratuginn er frekar ótrúlegt.
Í innanrými Intruder verða hlutirnir ekki geggjaðri. Ökumaður og farþegi sitja í sætum með háu baki sem eru klædd eru bláu leðri með armpúðum í stíl við skipstjórastól, Svo þetta er vægast sagt skrítin blanda.
Mælaþyrpingin er í miðju mælaborðinu fyrir óheft útsýni, en jafnvel 12 volta innstungan í fótarými farþega virðist skreytt viðaráferð. Það er líka blátt leður á stýrinu, stýrissúlunni, hurðaspjöldunum og mælaborðinu.
Hversu margir Strumpar þurftu að láta lífið fyrir þessa innréttingu?
Krafturinn kemur frá hinni frábæru M104 sex strokka línuvél og gírkassinn er venjuleg Mercedes sjálfskipting. Þetta er furðulega einstakur hugmyndabíll. Það má líta á hann sem Nissan Murano CrossCabriolet, bara miklu betri á allan hátt nema sætarýmið.
En hvað varð um Heuliez og Intruderinn? Hvað Heuliez sjálft varðar, endaði fyrirtækið með því að leggja upp laupana árið 2013, og lokaði dyrum sínum í síðasta sinn fyrir níu árum – þannig fór um sjóferð þá.
Það er synd að Heuliez er ekki enn starfrækt og sé að smíða furðulega G-Class roadstera fyrir ríka sérvitringa. Þó að viðskiptamannahópurinn væri frekar lítill má ímynda sér að lúxusbílar sem eru smíðaðir sem jepplingar væru aðeins sjálfbærari viðskipti en að útfæra smábíla eins og Opel Tigra.
(byggt á grein á vef The Autopian)
Umræður um þessa grein