Nei, hættu nú alveg! Það er hægt að slá met í ýmsu og ekki eru þau nú öll gáfuleg, heimsmetin. En það er aukaatriði. Í þessu tilviki er þetta fyrst og fremst drepfyndið.
Hvaða „lágfari“ getur hoppað hæst?
Undirrituð skrifaði grein í haust, sem lesa má hér um hið sérstæða fyrirbæri „lowrider“ Kom þar upp íslenska nýyrðið lágfari og það þykir mér býsna flott. Fyrir stuttu komu nokkrir lágfarar saman í Las Vegas og lyftu sér upp, eins og gert er í Vegas.
Markmiðið var að slá heimsmet í hoppiskoppi og voru það tveir Chevrolet Caprice sem gerðu betur en aðrir. Heimsmetið er, samkvæmt því sem kemur fram í meðfylgjandi myndbandi, 3,5 metrar.
Áhorfendur á staðnum bókstaflega dýrka að sjá þessa bíla hoppa og ég veit ekki af hverju. Hef bara ekki hugmynd! Hitt veit ég þó að þarna eru menn með sverar gullkeðjur um hálsinn og alls konar týpur eru á ferli sem ekki sjást í dagsbirtu. Enda er þetta í myrkri.
Þegar ég sé myndbönd af svonalöguðu [hoppandi lágförum] kemur iðulega upp í hugann gott grín úr teiknimyndinni Cars (en heimsmetið hefur auðvitað ekkert með teiknimyndina að gera):
Og svo með smá lími og kennaratyggjói gæti útkoman orðið eitthvað á þessa leið (og sjáið nú líkindin!):
En þetta var nú útúrdúr.
Hér er mál málanna; Heimsmet í tjah, hoppiskoppi?
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein