Maður hefur nú oft rekið sig á það að ekki eru allir bílaeigendur sviðpaðra bíla móttækilegir fyrir kveðju manns í umferðinni. Öðru máli virðist gegna um eigendur Tesla Plaid í Bandaríkjunum.
Það virðast vera tengingar eða hálfgerð fjölskyldubönd á milli margra „Teslingja“, þ.e. eigenda bifreiða af gerðinni Tesla. Það á sérstaklega við um þá sem eiga sjaldgæfari gerðir eins og Tesla Model S Plaid. Sá bíll er rúmlega 1000 hestöfl er og hröðunin úr 0-100 um 2.1 sekúnda.
Gaf ég mér stund til að renna yfir brotabrot af þeim athugasemdum er gerðar hafa verið við meðfylgjandi myndband. Eftir skamma stund leið mér dálítið eins og ég hefði rambað inn í einkateiti og væri gjörsamlega utangátta í því sem verið var að ræða þar.
Þá kom upp í hugann að þetta virkaði eins og hálfgert „költ“ eða sértrúarsöfnuður. Það þarf ekki að vera slæmt en sérstakt er það.
Hér er myndbandið en fyrir neðan það eru nokkrir hlekkir á skylt efni:
Fleira þessu tengt:
Sanntrúaða bílafólkið
Landrover eigendur vinka hvor öðrum þegar þeir mætast
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein