Góð sala á sendibílum sem eru útbúnir sem fólksbílar
Hefðbundnir minni fólksbílar hafa tapað markaðshlutdeild yfir til sportjeppa og crossover á undanförnum árum og nú hefur annar hluti bætt sig í sölu: sendibílar sem eru búnir sem fólksbílar.
Þessir bílar eru yfirleitt farþegaútgáfur af sendibifreiðum sem eru þróaðar fyrir markaðinn sem léttir sendibílar. Bílaframleiðendur, þar á meðal PSA Group og Daimler, hafa verið að kynna þá sem valkosti við minni bíla og auki um leið þægindin.
„Þessir bílar eru orðnir besti valkosturinn í stað hefðbundinna MPV-bíla“, sagði Felipe Munoz, alþjóðlegur bifreiðasérfræðingur hjá JATO Dynamics.
„Þeir eru ódýrari í framleiðslu og hafa sama eða meira innanrými“ og litlu bílarnir (minivan). Bifreiðar sem eru þróaðar fyrir viðskiptamarkaðinn hafa einnig tilhneigingu til að hafa lengri líftíma á markaðnum en fólksbílar, sem hjálpar bílaframleiðendum að endurheimta þróunarkostnað.
Þrír flokkar
JATO nefnir þrjár stærðir af svona sendibílum sem eru aðlagaðar fyrir flutning á farþegum í heildarhlutanum: litlar gerðir eins og Volkswagen Caddy, miðlungsstórar gerðir eins og VW Transporter og stórar gerðir eins og VW Crafter.
Það voru seldir 195.264 bílar sem teljast til þessara bíla, þ.e. sendibíla með farþegainnréttingu, á fyrri helmingi ársins í Evrópu, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics, þar sem sala var minni á nokkurra mánaða tímabili vegna kórónavírus. Allt árið árið 2019 seldust 560.234 fólksbílaútgáfur sendibílal, sem er 11 prósenta aukning frá 2018.
Það voru 187.200 „minivan“ – litlir, meðalstórir og stórir – seldir á fyrri helmingi ársins 2020, að sögn Munoz. Á heildina litið voru 734.300 minivan seldir árið 2019, sem er 18 prósent samdráttur frá 2018.
Markaðshlutdeild bíla sem kalla má „minivan“ féll niður í 3,7 prósent árið 2019 úr 4,7 prósent árið 2018, að sögn JATO, en sala sendibíla sem eru innréttaðir fyrir farþega jókst úr 3,2 prósent í 3,6 prósent á því tímabili.
Nýir bílar
Ný kynslóð af sendibíla sem eru innréttaðir fyrir farþega frá PSA Group var frumsýnd árið 2018 innihélt Rifter frá Peugeot, nýtt nafni fyrir farþegaútgáfuna af sendibílanum Partner. Í miðstærðinni er svona bíll frá Citroen kallaður SpaceTourer og Opel er Zafira Life – bæði nöfnin voru áður notaðar á MPV eða „minivan“.
Mercedes Citan væntanlegur ásamt nýjum VW Caddy
Mercedes-Benz mun setja T-Class af stað snemma árs 2022 sem útgáfu af Citan litla sendibílnum (smíðaður af Renault og byggður á Kangoo) og leitast við að höfða til fjölskyldna og skutluþjónustu og lofa því að hann verði greinilega auðþekkjanlegur sem betur búinn bíll. Og VW mun kynna nýja útgáfu af Caddy á næsta ári sem byggist á MQB-grunninum sem Golf er líka smíðaur á.
Í sumum tilvikum er samanburðurinn milli fólksflutningabifreiða og sendibifreiða sem eru innréttaðir fyrir fólksflutninga ekki skýr.
Sem dæmi má nefna að farþegaútgáfur af stærstu sendibílum eins og Fiat Ducato, Mercedes Sprinter og Ford Transit eru miklu stærri en jafnvel stærstu „minivan“ eða MPVöbílarnir, en samt eru margir seldir sem einkabílar og taldir með sem fólksbifreiðar í tölum JATO.
Og JATO flokkar Mercedes V-Class sem stóra fólksbifreið þó að hann byggist á Vito-sendibílnum vegna þess að hann er mun betur búinn en svipaðir bíla frá samkeppnisaðilum eins og Renault Trafic, sagði Munoz.
Seljast betur en hefðbundnir litlir fólksbílar
Samt sem áður, í flokki minni bíla, eru sendibifreiðar sem eru innréttaðar til fólksflutninga að seljast mun betur en hafðbundir „minivan“, sagði Munoz.
Það voru um 90.000 bílar afleiddir bílar í þessum gerðum seldir á fyrri helmingi ársins, undir forystu Volkswagen Caddy, með 21.452 selda bíla, að sögn JATO. Í öðru sæti er Peugeot Rifter með 17.515 bíla, á eftir Citroen Berlingo með 15.217 eintök og Dacia Dokker með 14.346 bíla.
Á sama tímabili voru seldir 71.948 bílars em flokka má sem „minivan“, með forystu VW Touran með 22.558 selda bíla, og með Renault Scenic / Grand Scenic í öðru sæti með 17.167 sölur.
Þýskaland er stærsti markaðurinn fyrir sendibifreiðar sem eru innréttaðar til fólksflutninga af öllum stærðum, með 31.273 sölur á fyrri helmingi ársins, sem er 29 prósenta lækkun frá fyrri hluta árs 2020 sem má að mestu leyti rekja til kórónavírus. Frakkland varð í öðru sæti, með 12.272 sölur á fyrri helmingi ársins, 42 prósenta samdráttur, á eftir kom Spánn með 8.535 sölur, 46 prósenta lækkun; Belgía í 7.026 sölu, sem er 40 prósenta; og Bretland með 4.929 selda bíla og lækkaði um 46 prósent.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein