Dodge Ram TRX 2022 er einn sá svakalegasti pallbíll sem völ er á í dag. 6,2 lítra Hemi V8 vélin í bílnum er betur þekkt sem Hellcat en 708 hestöfl koma þessum bíl úr 0 í 100 km/klst á 3,7 sekúndum og kvartmíluna fer hann á 12,3 sekúndum.
Þess vegna er ekkert grín að missa stjórn á svona ökutæki, eins og bílstjóri nokkur í Kaliforníu komst að á dögunum. Á splunkunýjum Ram TRX dúndraði hann á lítinn flutningabíl (sjá neðstu tvær myndirnar) reif alla hliðina á þeim bíl og tók svo nokkrar veltur þar til hann stöðvaðist nokkuð lagt frá.
Ótrúlegt en satt þá slasaðist hvorugur bílstjórinn alvarlega. Hér er hlekkur á myndband þar sem verið er að losa og fjarlægja brakið en það er frekar langt og tekið í ljósaskiptunum.
Óhætt er að draga þá ályktun að hraðinn á TRX-inum hafi verið nokkur en sjónarvottar munu víst hafa nefnt það.
Umræður um þessa grein