Hleðslulausnir
Nú erum við hjá Bílablogg á fullu í verkefni í samstarfi við Heklu sem lýtur að upplifun við að skipta yfir úr hefðbundnum bíl með brunavél yfir í bíl með rafmótor.
Verkefnið stendur yfir í 6 mánuði og lagði Hekla okkur til splunkunýjan VW ID.4 rafmagnsbíl í verkefnið. Bíllinn hefur hlotið einróma lof á markaðnum og var meðal annars valinn Bíll ársins á meðal bílablaðamanna á Íslandi.
VW ID.4 frá Heklu
Umræddur bíll, VW ID.4 er rafmagnsbíll með um 500 kílmetra drægni. Rafhlaðan tekur um 77 kWst. og hægt er að hlaða bílinn í hraðhleðslu á um 40 mínútum og milli 7 og 8 tíma frá 20-80% í heimahleðslustöð sem gefur um 11 kWst. á klukkustund.
Spurningar sem vakna
Í þessum fyrsta þætti ætlum við að fjalla um hleðslulausnir. Margar spurningar vakna við skoðun á kaupum á rafbíl. Sumum finnst ef til vill flókið að pæla sig í gegnum öll þessi nýju hugtök og aðrar aðferðir við að ná sér í orku á bílinn.
Þetta er ekki svona flókið. Við ákváðum að taka hús á nokkrum sérfræðingum og báðu þá um að fara í gegnum helstu þættina sem spá þarf í varðandi hleðslulausnir þegar þú ert kominn á rafbíl.
Helstu sérfræðingarnir
Í þættinum er rætt við Sigurð Ástgeirsson, framkvæmdastjóra hjá Ísorku sem fer yfir mismunandi hleðslulausnir og veitir góð ráð. Guðmundur Jóhannsson hjá Bergraf og stál fer yfir það nýjasta í lausnum fyrir heimili og fyrirtæki sem snýr að uppsetningu hleðslulausna.
Guðjón Hugberg Björnsson hjá Orku náttúrunnar segir okkur frá því helsta sem þau eru að gera í uppbyggingu hleðslustöðva og þeirra framtíðarplön.
Ólafur Stefánsson sýnir okkur rafhlöðu úr ID línu Volkswawgen og fer yfir virkni hennar og öryggisatriði og að lokum heimsóttum við Herjólf Guðbjartsson hjá Tesla sem sagði okkur frá ofurhleðslustöðvum Tesla og uppbyggingu hleðslulausna Tesla á Íslandi.
Þáttinn má sjá hér í spilaranum að neðan.
Þáttastjórnun: Pétur R. Pétursson
Myndataka og eftirvinnsla: Dagur Jóhannsson
Umræður um þessa grein