Ford mun ekki selja nýja Maverick pallbílinn í Evrópu
Við sögðum nýlega frá því hér á vefnum að Nissan mun ekki koma með nýjan Navara til Evrópu vegna lítillar sölu á pallbílum á þeim markaði.
Núna kemur enn betur ljós að þetta er minnkandi markaður í Evrópu því Ford mun ekki bjóða upp á nýja Maverick pallbíl sinn í Evrópu þar sem eftirspurn eftir slíkum ökutækjum minnkar verulega.
Bílaframleiðandinn frumsýndi Maverick á þriðjudag sem grunngerð pallbíla frá fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Byrjunarverðið verður 21.490 dollarar þegar hann kemur í sýningarsali með haustinu.
Talsmaður Ford of Europe sagði við Automotive News Europe að Maverick verði ekki fluttur út til sölu í Evrópu.

Í Evrópu er Ford einn af fáum bílaframleiðendum sem enn bjóða pallbíla. Millistærðar Ranger frá Ford er sem stendur mest seldi pallbíllinn á svæðinu; með sölu upp á 44 prósent í 12.000 á fyrsta ársfjórðungi, að mati JATO Dynamics markaðsrannsakanda.
Ford mun setja á markað nýjan Ranger á næsta ári. Sem hluti af iðnaðarbandalagi við Volkswagen verður smíðuð útgáfa fyrir VW sem tekur við af Amarok.
Eftir endurvakningu fyrir fjórum árum hríðfellur eftirspurn í Evrópu eftir pallbílum þar sem viðskiptavinir kaupa í auknum mæli sportjeppa og „crossover“-bíla.
Renault og Mercedes-Benz hentu pallbílum sínum út á síðasta ári eftir að hafa ekki skilað nægri sölu á markaðnum. Nissan hefur ákveðið að hætta smíði og sölu Navara í Evrópu.

Nýi Maverick verður fyrsti Ford sem kemur með tvinnvél sem staðalbúnað, sem búist er við að skili sparneytni sem verður um 5,8 lítrar á 100 km. Bíllinn getur dregið allt að 680 kg með tvinnvélinni, og hann getur dregið allt að 4.000 pund með EcoBoost bensínvélinni.
Búist er við að staðalgerð tvinnvélar verði 191 hestafl og togið 210 Nm. 2,0 lítra EcoBoost bensínvélin, sem er valkostur, er sögð vera 250 hestöfl og togið 375 Nm.
Þessi nýi pallbíll 279 mm styttri – og um 5.000 dollurum ódýrari en Ranger á Bandaríkjamarkaði.
Maverick situr á sama „unibody“ framhjóladrifna / fjórhjóladrifna C2 grunninum sem liggur til grundvallar Bronco Sport, Escape og Lincoln Corsair.
Að innan kemur bíllinn með 8 tommu snertiskjá. Hann mun hafa innbyggt mótald sem Ford er að setja í alla bíla sína, fyrir þráðlausar uppfærslur.
Að aftan er geymsla undir aftursætinu sem er nógu djúp til að rúma körfubolta. Hliðar hverrar hurðar eru með hólf í hurðarhandfanginu sem gæti til dæmis rúmað eins lítra vatnsflösku.

Hugsaður út frá grunnþörfum viðskiptavina
Í Bandaríkjunum sagði Ford að bíllinn beinist að kaupendum fólksbíla sem og kaupendum sem annars gætu valið meðalstóran pallbíl eða „crossover“. Maverick verður ætlaður yngri kaupendum, að sögn markaðsaðila.
Þessum pallbíll mun einkum vera ætlað að keppa við Santa Cruz, nýja litla pallbílinn frá Hyundai.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein