„Fjölbreytnin er komin á rafbílamarkaðnum – loksins“
- John McIlroy aðstoðarritstjóri Auto Express telur að ekki sé lengur skortur á vakostum á rafbílakaupendum
„Við viljum öll valkosti þegar kemur að því að velja næsta bíl, hvort sem það er ódýr notaður bíll eða fólksbíll með nýjustu hátækni. Og samt eru margir sem hafa afskrifað núverandi, hinn enn þá nýstárlega rafbílamarkað sem einfaldlega of leiðandi, með of fáa möguleika í of fáum gerðum“, eða svo segir John McIlroy aðstoðarritstjóri Aut o Express.
Þeir kunna að hafa rétt fyrir sér, satt að segja. En þetta mál sýnir hve fljótt bílaframleiðendurnir eru að losa um þetta viðnám, annaðhvort með því að kynna nýja rafbíla eða frekar fínpússa núverandi rafmagnsbíla.
Í fyrsta lagi er það Skoda Enyaq, fjölskylduvænn sportjeppi sem virðist ætla að bjóða upp á alla þá hagnýtni sem við höfum búist við frá tékkneska vörumerkinu í eigu VW, en er með nýtískulega, hreina rafknúna drifrás .
Svo er það Porsche, sem hefur komið með endurskoðaða gerð Panamera, ekki aðeins með 621 hestafla tvöfalda túrbó V8 Turbo S flaggskipinu, heldur einnig ferskan 4S E-Hybrid sem er 552 hestöfl og 0-100 km á aðeins 3,7 sekúndum.
En í flokki venjulegra bíla er erfitt að toppa hinn nýjasta, rafknúna Fiat 500. Hér er bíll sem hefur þróast í lögun og framkvæmd til að nýta sér umbúðir og hagkvæmni sem rafbíll getur haft í för með sér.
Meira en það, það er viðurkennt vörumerki í sjálfu sér og náttúrulegt umhverfi – úthverfagötur – hentar vel rafknúnum bifreiðum. Fyrir hvern einstakling sem keypti hefðbundinn 500 á ódýrum samningi, þá er hér annar sem hægt er að velja fyrir stíl og ímynd. Og ef sögusagnir um verðlagningu eru réttar, þá hefur Fiat örugglega mikla möguleika á að sækja fólk úr báðum herbúðum.
Fyrsti reynsluakstur Auto Express á nýja 500-bílnum var í sama tölublað þar sem þeir voru að etja saman tveimur náttúrulegustu keppinautunum sín á milli.
Í maí voru flottir rafbílar færri í boði. Nú eru ekki aðeins 500, heldur einnig Honda e og MINI Electric. Úrvalið er að koma og hraðar en við gætum búist við.
Umræður um þessa grein