Það er algjörlega frábært þegar vel tekst til við að merkja bíla fyrirtækja og setja auglýsingar á bíla. En þegar það klikkar getur það verið alveg agalegt! Reyndar agalega fyndið í sumum tilvikum. Hér eru nokkur býsna klaufaleg dæmi.
Byrjum á rennihurðum sem öllu geta breytt; þar á meðal merkingu:
Já, það getur verið gagnlegt að æfa sig aðeins – þá gerast svona axarsköft sjaldnar!
Þarna fór Starbucks nú fyrir lítið… Það syttist alla vega hjá þeim nafnið.
Veit nú ekki hvort þessum sé treystandi fyrir einu eða neinu.
Það er út í hött að aka eftir neyslu áfengis og það er líka heimskulegt að merkja bíla þegar menn eru í annarlegu ástandi.
Ætli þessi útvarpsstöð spili bara léleg lög? Maður spyr sig.
Því næst eru það óheppileg skil eða hvers konar samskeyti á ökutækjum en þau eru sjaldnast rennislétt:
Opnaðu augun fyrir lækninn! Segðu svo „aaaa“ og rektu tunguna út.
Það er akkúrat svona sem maður óttast að líta út ef maður þambar of mikið af þessum heilsuspillandi gosdrykk.
Eins og Hobbitinn hafi ekki verið nógu lítill fyrir.
Meðfærilegt andlit? Eða bara færanlegt?
Hann er eitthvað furðulegur í dag, karlinn. Samsvarar sér helst til illa!
Þessi tekur ofan fyrir öllum.
Æj, já…
…og að lokum hönnun bíls og staðsetning merkingar fer einstaklega illa saman:
Best að skrifa bara sem fæst.
Farþegarnir fara örugglega allltaf inn hinum megin.
Þú færð kraft úr kókómjólk. Kannski 98 oktan jafnvel?
Lok lok og læs og ekki segja orð.
„Buxur, vesti, brók og skó, drullusokka…“
Einhvers staðar þarf að pústa út. En einmitt þarna?
Hann er dýr dropinn.
Myndirnar eru héðan og þaðan af veraldarvefnum; einkum úr eldgömlum færslum á reddit, buzzfeed og fleiri svipuðum síðum.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein