Þá er komið nóg af ljótum bílum í bili! Göturnar eru sem betur fer ekki smekkfullar af ljótum ökutækjum heldur er þar eitt og annað álitlegt. En hér er dálítið merkilegt: Fegurð út frá talnafræði! Með því að reikna út fegurð þá eru þessir 10 bílar þeir fegurstu í heimi.
Ekki er nú ætlunin að útskýra gullinsnið hér á flókinn hátt, en í stuttu máli er um að ræða stærðarhlutföll: „Séu stærðarhlutföllin í verkinu [t.d. bíl eða húsbyggingu] í góðu samræmi, er það fagurt. Þetta er kenningin um hlutföllin. Í þeirri kenningu fólst, að ákveðið hlutfall væri mælikvarði á fegurð, það er hlutfallið 5/8. […] Það hefur margsinnis verið staðfest með tilraunum, að menn velja frekar hlut, sem býr yfir gullinsniði, en annan sem gerir það ekki og finnst sá fyrrnefndi fallegri,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands.
Bílar sem næst komast gullinsniði
Sá sem næst kemst hinu „gullna“ hlutfalli er, samkvæmt þeim sem mælt hafa, reiknað og rakið, árgerð 1994 af McLaren F1.
1. 1994 McLaren F1
2. 1970 Lamborghini Miura
3. 1957 Ferrari Testa Rossa 250
4. 1974 Lancia Stratos
5. 2017 Bugatti Chiron
6. ??1984 Ferrari 288 GTO
7. 1952 Jaguar C-Type
8. 1967 Alfa Romeo T33 Stradale
9. 1966 Ford GT40
10. 1969 Ferrari Dino 246 GT
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein