Það er sjaldan sem seljendur bjóðast til að borga kaupanda sérstaklega til að hann geti skipt út ljótri innréttingunni í bílnum. 240.000 krónur segist hann borga til að hægt sé að koma „fílnum í herberginu“ út úr myndinni.
Sölutrix eða ekki; innréttingin er jafnvel ljótari en boddíið!
Auðvitað er ljótt af mér að segja að bíllinn sé bæði ljótur að utan og innan. En það er líka ljótt að búa svona hrylling til. Finnst mér. En nóg um það. Sjáum nú hvað það er sem seljandi kallar „fílinn í herberginu“.
Fíllinn og sirkustjaldið
Það er sennilega ekki tilviljun að fíl beri á góma í þessu samhengi því sirkus var það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég skoðaði myndirnar með auglýsingunni.
Bíllinn, sem er af 2003 árgerð af Chevrolet SSR næstum-því-pallbíll, er boðinn upp á ebay en sá sem er reiðubúinn til að kaupa bílinn einn-tveir og þrír á 35.000 dollara (4.7 millljónir ISK) fær 1.750 dollara endurgreidda ef hann sýnir fram á að hann hafi skipt um innréttingu.
Þetta er ekki sölutrix býst ég við þar sem ekki er um afslátt að ræða. Merkilegt!
Af sérstökum bílum á uppboðum:
Á að fara yfir í parketið?
Ryðhrúga á hjólum?
Bíllinn, fíllinn í herberginu og stóri maðurinn
Sjáðu vanillugula Porsche sjeiksins í Kúveit
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein