Ef Willys hefði smíðað Ford Model A Roadster
Maður að nafni Chad velti því fyrir sér hvernig Ford Model A Roadster myndi nú líta út ef Willys hefði smíðað hann. Það var erfitt að sjá þann bíl fyrir sér svo Chad tók sig til og smíðaði eitt stykki.
Myndunum deildi hann með lesendum síðunnar ewillys.com árið 2009 en þá hafði hann nýlega lokið smíðinni sem hafði tekið hann um 8 ár. Þetta gerði hann nú bara í bílskúrnum heima hjá sér.
Hér útskýrir Chad hvað hann gerði og leyfi ég mér nú bara að birta þetta á ensku til að forðast allan misskilning: „Drivetrain is flathead V8 adapted to a C-4 automatic, adapted to Dana 18. Front axle is Dana 27 w/Corvette discs….rear is Dana 44 with one piece axles and Lock-rite geared 4.27.“
Já, þetta gerði hann karlinn, sem hugsaði í upphafi að þetta myndi taka hann um fjögur ár. „Maður þurfti að klóra sér dálítið í höfðinu yfir hinu og þessu til að þetta liti nokkuð sannfærandi út. Ég notaði eins marga parta og ég gat sem höfðu verið smíðaðir í verksmiðjunni en ég notaði þá kannski ekki endilega alveg eins og þeir voru notaðir í verksmiðjunni. Eins og afturljósin til dæmis, þetta eru Jeepster afturljós en þau voru ekki nákvæmlega svona á Jeepster,“ útskýrir smiðurinn Chad.
Hvernig sem því var háttað þá er útkoman áhugaverð.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein