Það er ekkert óeðlilegt við það að tárast yfir því að sjá 34 ára E28 fara í gang eftir tólf ára hlé og vanrækslu. Er það nokkuð? Nei, gott því annars væri maður kannski eitthvað spes.
Hvernig sem það nú er þá las ég grein um mikinn bílakarl sem „fann“ BMW E28 524TD ´87 sem enginn hafði vitjað um í 12 ár. Veit maður nú ekki margt um hvernig slíkur „fundur“ atvikast en hvað um það.
Eftir að hafa þvegið mesta rykið og bjakkið af bílnum, hlóð sá fundvísi geyminn, kom eldsneyti að vélinni enda voru eldsneytislagnirnar í sundur, og bíllinn fór í gang. Og svo skruppu þeir, maðurinn og bíllinn, í bíltúr.
Meira um E28 má til dæmis lesa hér en meðfylgjandi er myndband af þessari hjartnæmu og vel lukkuðu endurlífgun.
Myndbandið hefst hér í miðri endurlífgun þar sem það er í lengra lagi, en áhugasamir „spóla“ náttúrulega bara til baka.
Umræður um þessa grein