Driftmeistarinn Vaughn Gittin Jr. ók eigin bíl, 1.400 hestafla Ford Mustang Mach-E, í Færeyjum síðasta sumar. Í samstarfi við Ford Performance var tekið upp myndband sem er hrein og tær snilld og höfum við fjallað um það hér. En það gekk nokkuð á við tökurnar, eða ók öllu heldur nokkuð á…
Það er mánuður síðan við birtum myndbandið þar sem sjá má Vaughn Gittin Jr. geysast um færeyska vegi eins og hvirfilbylur á þessum magnaða 1.400 hestafla rafbíl. Hann, meistari í Formula Drift, driftaði auðvitað heilan helling og jú, ók aðeins á steyptan vegg. Rétt er að taka fram að enginn slasaðist.
Þeir sem ekki hafa séð myndbandið (auðvitað er áreksturinn ekki í því) ættu helst að skoða það í fyrri greininni sem er HÉR .
…so gekk tað galið
Færeyingar fylgdust margir hverjir spenntir með tökunum á þessu myndbandi og að sjálfsögðu voru einhverjir með síma og tóku upp það sem fyrir augu bar.
„Fyrra royndin gekk væl, men so gekk tað galið,“ skrifaði Sofus Hansen sem stóð fyrir ofan gangamunnann og náði upptöku af því þegar Vaughn Gittin Jr. dúndraði á steyptan vegg.
Hér er myndbandið:
Auðvitað lítur út fyrir að allt sé fullkomið og það er það – bara ekki endilega í fyrstu tilraunum. Þetta hefur verið dýrt myndband en það er með því flottara sem undirrituð hefur séð. Hvernig fór með varahluti o.þ.h. eftir áreksturinn veit ég ekki en myndbandið var klárað.
Hér er atriðið sjálft í myndbandinu án klessukeyrslu:
Umræður um þessa grein