Dacia Jogger fékk bara eina NCAP-stjörnu af því að beltaviðvörun vantar í 3ju sætaröð
Varaforstjóri fyrirtækisins heldur því fram að viðskiptavinir Dacia vilji ekki rafrænu ökumannshjálpina sem er lykillinn að góðum NCAP stigum
Dacia hefur heitið því að viðhalda stefnu sinni um að „elta ekki öryggisstjörnur“ eftir að nýi sjö sæta Jogger þeirra fékk aðeins eina stjörnu af fimm í einkunn frá árekstrarprófunarstöðinni Euro NCAP í síðustu viku.
Nýjasta ökutæki rúmenska framleiðandans var gefin lægri einkunn fyrir að hafa ekki öryggisbeltaáminningu í þriðju röð. En í ræðu á samkomu verkfræðinga hjá Dacia sagði varaforseti fyrirtækisins, Lionel Jaillet, að einkunin væri bein afleiðing af meðvituðum ákvörðunum Dacia og að viðskiptavinir fyrirtækisins „eru ekki tilbúnir að borga“ fyrir rafræn hjálpartæki sem myndu bæta einkunn bílsins.
Vildu hafa það auðvelt að losa þriðju sætaröðina
„Í sjö sæta útgáfunni vildum við að þriðja sætaröðin væri færanleg,“ sagði Jaillet, „og við settum viljandi ekki öryggisbeltaáminningu á þessi sæti, því þegar þú tekur þau úr þá þarftu að aftengja og tengja rafeindabúnað aftur í kjölfarið. Það verður dýrt. Við erum að tapa nokkrum prósentum með einkuninni en þar sem þetta er kassinn sem skilgreinir heildareinkunnina er það ein stjarna; ef fimm sæta Joggerinn [ekki boðinn í Bretlandi] hefði sína eigin einkunn, þá væri fengi hann sömu einkunn og Sandero Stepway, sem fær tvær stjörnur.“
Jaillet bætti við að ökutæki Dacia „virði öryggisreglur í Evrópu“ og sagði: „Í hvert skipti sem við setjum nýjan bíl á markað er hann alltaf öruggasti Dacia bíllinn. Jogger er nú þegar mun öruggari en Lodgy [fyrri sjö sæta fjölnotabíll (MPV) Dacia] og jafnvel miðað við flesta bíla sem þegar eru í umferðinni, erum við að bjóða upp á öryggiseiginleika sem eru langt frá því sem áður var.“
„En við erum ekki að elta Euro NCAP stjörnur þegar þær tengjast rafrænum hjálpartækjum. Margir viðskiptavina okkar eru ekki tilbúnir að borga fyrir það og þeir skilja hvort eð er ekki hvernig á að nota.“
Umræður um þessa grein