„Wow! Wow!“ Þannig hefst myndband sem CNN birti af ökuferð Michaels Ballabans á Teslu til að prófa tilraunaútgáfu sjálfkeyrslubúnaðar bílsins. Blaðamaðurinn sá virðist alveg logandi hræddur þar sem hann situr bókstaflega „undir“ stýri því eitthvað virðist hann passa illa í bílinn, blessaður karlinn.
Þau urðu mörg „wow-in“ í þessu fjögurra mínútna myndbandi.
Í grein á vef CNN um þennan „stórvarasama“ bíltúr kemur fram að bíllinn sjálfkeyrandi hafi ítrekað reynt (eins og hann sé lifandi vera) að keyra niður skilti og saklaus börn o.s.frv. Í niðurlagi greinarinnar segir að sem stendur virðist búnaðurinn „nær því að vera einhvers konar partýbrella til að sýna félögunum, fremur en eftirsóknarverður búnaður.“
Elon Musk skrifar á Twitter að hann gruni að greinin hafi verið skrifuð áður en farið var í umrædda ökuferð. Margir „Tesluliðar“ eru honum sammála og finnst ýmsum eitthvað bogið við umfjöllun CNN.
En hér er „Wow“-myndbandið umdeilda:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein