Þegar Tyler Hoover byrjaði með bílaumfjöllun á YouTube var hann ánægður með sinn gamla Mercedes-Benz 300SD. Áður en hann vissi af var hann búinn að kaupa sér hina ýmsu bíla og bílskúrinn orðinn að „leiðindasafni“ eins og hjá of mörgum YouTube-bílakörlum, að mati hans sjálfs.
Tyler þessi er ákaflega vinsæll en fyrir fimm árum byrjaði hann með rásina Hoovies Garage á YouTube. Nú eru áskrifendur orðnir 1.4 milljónir og það gengur svona líka glimrandi vel hjá stráksa.
Hugmyndin með rásinni Hoovies Garage var að kaupa alls konar bíla, laga þá jafnvel og fjalla um ferlið. Druslur og ekki druslur. Bara alls konar. Eins og til dæmis þennan Dodge Caravan frá 1991.
Áhorfið fór úr nokkur þúsund upp í nokkrar milljónir á fáeinum árum. Hátt í 6 milljónir manna hafa horft á vinsælasta myndbandið hans og þau eru býsna mörg hjá honum sem notið hafa álíka vinsælda.
Í þessum þætti fer hann aðeins yfir málin og rifjar upp hversu dásamleg tilfinning það er að aka um á fornbíl sem enga hefur loftkælinguna og sætisáklæðin eru úr velúrefni. Jæja, hér er kauði: Tyler Hoover!
Fleiri bílasafnarar en þó ekki af „leiðinlegu“ gerðinni:
Söngvari Metallica kemur á óvart!
Bílakokkurinn síbölvandi: Gordon Ramsay
Neðanjarðarsafn með „bubblu-bílum“ og ótrúlegum hlutum
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein