Bílasmiðirnir í Bæjaralandi virðast ekki fylgjandi banninu en fylgja því samt sem áður.
Forstjóri BMW, Oliver Zipse, var nýlega spurður út í hvernig bílaframleiðandinn líti á fyrirhugað bann í Evrópu við sölu nýrra ökutækja með hefðbundnum brunavélum. Bannið gildir frá og með lokum áratugarins. Zipse var í bænum Nüertingen, skammt frá Stuttgart, á ráðstefnu og hann gerði það nokkuð ljóst að BMW væri ekki endilega sammála banninu á brunavélum, en færi samt sem áður eftir því.
Tilbúnir að skipta yfir í rafmagn
Zipse benti á að framleiðandi BMW væri tilbúinn að skipta yfir í rafmagn jafnvel fyrir árið 2035 þegar banninu á að framfylgja í Evrópu. Reyndar segir hann að BMW verði tilbúinn árið 2030 og geti boðið upp á meira eða minna heilt úrval af ökutækjum þá.
- Við verðum tilbúin fyrir bann á brunavélum. Ef svæði, borg eða land fær þá hugmynd að banna slíkar vélar, þá höfum við lausn. BMW Group hefur engar áhyggjur af þessu. Hvort það er góð hugmynd er önnur spurning … en við verðum tilbúin.
Núna kynnir BMW i4 og iX, þó að aðeins hinn síðarnefndi sé rafmagnsgerð sem er byggð á sérsniðnum grunni rafbíla. Sá fyrrnefndi er bara rafmagnsútgáfa af BMW 4 Series Gran Coupe, þannig að þetta er bráðabirgðabíll.
Búast við að 50% af heildarsölu verði rafmagn fyrir 2030
Í mars á þessu ári tilkynnti BMW einnig að búist sé við að allt að 50 prósent af heildarsölu þeirra í heiminum verði rafmagnsbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er lægra og íhaldssamara en aðrir framleiðendur hafa gefið út (Volkswagen býst við að um 70 prósent af sölu sinni verði rafbílar fyrir árið 2030, svo dæmi sé tekið).
(frétt á vef insideevs)
Umræður um þessa grein