Félagi minn var lengi vel með mótorhjól inni í eldhúsi hjá sér og mér fannst það alltaf virkilega fínt og heimilislegt. Miðað við veðurspár síðustu daga þá má eflaust færa rök fyrir því að sem flestir ættu að koma farartækjum inn í hús; stofa, eldhús, bílskúr – það gildir einu.
Formúlubíll uppi á vegg eða Kjarvalsmálverk? Hvort tveggja! Bara ekki á sama vegginn endilega. Hér eru nokkur dæmi um „húsbíla“; bíla inni í mannabústöðum.
Svo er stóra spurningin auðvitað sú hvort lesendum þyki þetta flott, gott og blessað eða bara afskaplega vitlaust!


























Myndir eru t.d. héðan og þaðan.
Umræður um þessa grein