Gazebox

Átt þú ekki bílskúr eða mátt þú ekki eiga bílskúr? Það er afleitt hvort heldur sem er. Að eiga bíl en engan bílskúr getur verið dálítið eins og að eiga mat en engan ísskáp. Það eiginlega gengur ekki.

Þetta er ítölsk hönnun og á vefsíðu fyrirtækins segir að boxið verji bílinn fyrir hinum ýmsu leiðindum: Kvikindum, fugladriti, andstyggilegum geislum sólar (fyrir þau okkar sem erum búin að gleyma hvað það er þá fylgir hér hlekkur á útskýringu orðabókar), snjókomu, hagli, regni og svo framvegis.

Það besta í kynningu framleiðandans á Gazeboxinu magnaða er orðalagið: „Það eina sem takmarkar notkunarmöguleikana er ímyndunaraflið.“ Auðvitað hafa fæstir ímyndunarafl sem er eins sturlað og íslenska veðrið þannig að já, þeir vita ekki alveg hvað þeir voru að segja þarna. En kannski þolir bílaboxið íslenskar veðurhamfarir.
Niður með hann!

Umfjöllun hér á síðunni um bíla geymda í hólfum neðanjarðar er nú kannski ekki til þess fallin að vekja áhuga á neðanjarðarbílalyftu en leyfum þessu þó að fylgja með.

Idealpark er ítalskt eins og Gazebox og það framleiðir lyftubílskúra (datt ekkert skárra orð í hug). Þetta hlýtur að vera fjandi dýrt því á myndum á vefsíðu fyrirtækisins eru ofursportbílar og svakaleg einbýlishús.
En þetta ætti að þola íslenskt rok. Spurning samt hvort bíllinn gæti ekki lokast niðri yfir vetrarmánuðina í miklum snjó? Neinei, það þarf ekkert að vera.
Bílahillan

Átt þú marga bíla en fá bílastæði? Þá er gott að geta skellt bílunum upp í hillu – eða öllu heldur; upp á hillu.


Er mamma alltaf að skammast yfir því að þú gangir ekki frá leikföngunum? Haha! Hún hættir að kvarta þegar allt dótið er komið á sinn stað í hillunum. Autostacker býr til snjallhillur fyrir dótið manns.
Og að lokum er það frábær hugmynd; skúr sem þolir mikið snjófarg en…hann þarf sól.

Fleira um bílskúra og sniðug stæði:
Stórkostlegir bílskúrar
Mögnuðustu bílastæði veraldar
Bílskúrar snekkjunnar „A“ og aðrir snekkjuskúrar
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein