Bíll Doktorsins: The Whomobile
Breskir bílar geta, rétt eins og breskur matur, verið óætir. Nei, afsakið öll! Auðvitað átti að standa þarna óútreiknanlegir. Það sama er að segja um farartækin í bresku vísindaskáldskaparþáttunum um Doctor Who. Lítum nánar á The Whomobile.
BBC framleiddi þessa sjónvarpsþætti frá 1963 til 1989. Það voru 26 þáttaraðir sem liðuðust út úr þáttagerðarvélinni, ár eftir ár.
Nú, rétt eins og í matargerðinni þá eru Bretarnir ekki þekktir fyrir að gefast upp þátt útkoman sé kekkjótt og svona mis…já misheppileg. Þannig að þeir héldu áfram. Héldu áfram að kokka upp þætti um Doctor Who, reyndar var hlé frá 1989 til 2005 en þættirnir eru enn framleiddir og voru orðnir 870* talsins í ár.
*Áhugaverð er sú staðreynd að 97 þættir eru týndir. Já, gjörsamlega horfnir úr safni BBC. Þökk sé einhverri skipulags- og tiltektardellu sem upp kom innanhúss á áttunda áratugnum.
Ekki eins vont
Til að allrar sanngirni sé gætt þá hafa þættirnir um tímalávarðinn Doctor Who notið mikilla vinsælda og ekkert rétt að líkja þeim á einn eða annan hátt við það sem úr eldhúsi eyjarskeggja kemur. Síður en svo!
En full ástæða er til að henda gaman að The Whomobile því hann er sko algjört met! Hér er myndband frá því bíllinn var kynntur í sjónvarpssal BBC í nóvember 1973 og minnir klippan okkur á hversu miklum framförum menn hafa víða tekið í framsetningu á sjónvarpsefni síðan þá.
Maður á alltaf að finna jákvæðu hliðarnar og draga þær fram, ekki satt?
Fleira sem kemur „breskt“ fyrir sjónir:
1970: Lausn fundin á umferðarteppu
Svona verða bílar framtíðarinnar (spáðu menn 1971)
Víraður bíll í sjónvarpssal 1968
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein