Bílaframleiðendur komnir á fulla ferð að endurskipuleggja kynningar á nýjum bílum
FRANKFURT – Bílaframleiðendur stóðu að því að endurskipuleggja blaðamannafundi og kynningar á bifreiðum eftir að svissnesk yfirvöld neyddu niðurfellingu bílasýningarinnar í Genf eftir að svissnesk stjórnvöld bönnuðu stóra atburði til að hafa hömlur á útbreiðslu á kórónavísus – eða COVID-19 eins og hann heitir.
Áætlað var að meira en 160 sýnendur myndu sýna bíla sína og þjónustu á 90. sýningunni í Genf sem átti að opna almenningi 5. mars og standa til 15. mars.
BMW og Mercedes-Benz sögðust nota beinar útsendingar að kynna BMW Concept i4 og endurbættan Mercedes E Class.
Ferrari ætlar ekki að skipuleggja aðra viðburði og Fiat Chrysler sagðist ekki hafa neina áætlun B, heldur að þeir væru að íhuga leiðir til að sýna nýjan rafmagns Fiat 500.
Franska vörumerkið DS, hluti PSA Group, sagði að það væri að leita að vettvangi nálægt París til að sýna nýjan hugmyndabíl og væri að endurskipuleggja viðtöl við stjórnendur símleiðis.
Audi, hágæða vörumerki sem tilheyrir Volkswagen Group, sagðist ætla að leitast við að nota stafrænar leiðir til að koma Audi A3 sportback og Audi e-Tron S á framfæri.
Sviss bannaði á föstudag stóra atburði sem gert er ráð fyrir að draga meira en 1.000 manns til að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19 sem hefur breiðst út frá Kína um allan heim.
“Við hörmum þetta ástand, en heilsufar allra þátttakenda er forgangsverkefni okkar og sýnenda okkar. Þetta er tilfelli af óviðráðanlegu ástandi og gríðarlegu tapi fyrir framleiðendurna sem hafa fjárfest mikið í nærveru sinni í Genf,” sagði Maurice Turrettini, formaður stjórnar Genf International Motor Show Foundation.
Á síðasta ári sóttu 660.000 manns Genfarsýninguna og sýningin skilaði áætluðu 200-250 milljónum svissneskra franka í viðskiptum.
Gestir sem þegar hafa keypt miða fá endurgreitt, þó að sýnendur geri það ekki, í ljósi þess að það voru heilbrigðisyfirvöld, frekar en skipuleggjendur Palexpo, sem hættu við viðburðinn.
Umræður um þessa grein