Svo skelfilega vildi til að bílaflutningabíll, hlaðinn splunkunýjum Chevrolet C8 Corvettum, brann og allt sem á honum var þegar verið var að ferja sportbílana sl. þriðjudag.
Þessi ósköp áttu sér stað skammt frá Nashville í Tennessee en sportbílarnir eru einmitt framleiddir í verksmiðju skammt frá, í Bowling Green í Kentucky. Ekki virðist ljóst hvernig þetta atvikaðist en tjónið er verulegt. Hver bíll kostar um 80.000 dollara.

Myndir af eldsvoðanum og afleiðingum hans birtust á Facebooksíðunni Corvette World Houston en svo rambaði undirrituð á myndband sem hér fylgir með.
Bílstjóri bílaflutningabílsins slapp með skrekkinn og er nokkuð víst að skrekkurinn er allnokkur.
Umræður um þessa grein