Það getur verið erfitt að koma miklu skeggi fyrir þegar maður fer í kappakstursgallann. En einn frægasti andlegi leiðtogi nútímans, Jagadish Vasudev, fékk annað hvort aðstoð æðri máttarvalda til þess eða er bara svona flinkur!
Það hljómar ekki vel í vestrænum eyrum en þetta er hann kallaður: Sadhguru. Nafnið er ekki komið til af því að hann lítur yfirleitt út fyrir að vera leiður heldur er þetta heiðurstitill og merkir „hinn sanni gúrú [lærimeistari]“.
Hann er talinn einn af 50 áhrifamestu Indverjunum (gerir það hann ekki að áhrifavaldi? Það hlýtur að vera) samkvæmt lista India Today og svo mætti lengi telja.
Þegar kappakstursökumaðurinn hvarf
Ökumaðurinn Chris Rado á fjölda meta í kappakstri og var fjallað um hann hér í greininni Maðurinn, bíllinn og spoilerarnir.
Rado var mjög áberandi í mótorsporti, einkum í Bandaríkjunum í rúman áratug en árið 2012 „hvarf“ hann úr sviðsljósinu. Hann hafði verið mjög heilsuveill um langa hríð, greindi hann frá fyrir fáeinum árum, og þá hitti hann andlega gúruinn. Sadghuru sjálfan.
Hans hrellda sál og lélegi skrokkur urðu einn-tveir-og-þrír eins og nýslegnir túskildingar. Svo ánægður er hann með gúrúinn sinn að hann leyfði honum að prófa 1.400 hestafla tryllitækið sitt eins og sjá má í myndbandinu.
Skeggið og sólgleraugun koma alveg í veg fyrir að maður geti grerint nokkur svipbrigð í andliti blessaðs Sadhguru en vonandi er hann ekki leiður.
Hér er sportgúrúinn ásamt Chris Rado.
Tengt efni:
Óhuggulegir spoilerar
Maðurinn, bíllinn og spoilerarnir
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein