Áfengi og bílar eiga aldrei saman
Það tekur lengri tíma að losna við áfengisáhrif en margir halda
– því er betra að láta bílinn eiga sig ef Bakkus kemst í spilið
Í tilefni þess að þessar vikurnar standa yfir þorrablót víða um land og árhátíðir eru einnig oft haldnar á þessum tíma árs, fannst okkur tilvalið að „gamla greinin“ að þessu sinni var skrifuð fyrir 30 árum eða svo og okkur sýnist hún eiga alveg eins við í dag:
Á hverju ári eru allt of margir ökumenn teknir ölvaðir við akstur og það ótrúlega er að margir þeirra eru teknir daginn eftir að þeir neyttu áfengra drykkja og héldu þeir flestir að þeim væri óhætt að fara út að aka.
Sömuleiðis hafa margir haldið að þeim væri óhætt að fara heim á bílnum ef glasið væri látið á hilluna síðustu klukkutímana áður en haldið skyldi heim á leið.
Það er því lélegt reikningsdæmi að reyna að finna út hve mikið má drekka í partíinu áður en áfengismagnið í blóðinu fer yfir strikið.
Vissulega eru til aðferðir til að reikna út áfengismagnið en það eru svo mörg atriði sem geta skekkt þá útreikninga.
Áfengið, sem við innbyrðum, blandast blóðinu í líkamanum og svo og svo mörg prómill eru mælikvarðinn á það hve áfengið í blóðinu er mikið.
Þarf að draga fituna frá
Sé viðkomandi stór og þungur er blóðmagnið að sjálfsögðu meira og því verður áfengishlutfall í blóði minna en ef lítill og grannur maður innbyrti
sama áfengismagn. Því er að nokkru leyti hægt að reikna út frá hæð og þyngd annars vegar og því áfengi, sem innbyrt er, hvert áfengismagnið í blóðinu er. En nú er betra að gæta að sér því það eru mörg atriði sem geta haft áhrif á slíka útreikninga.
í fyrsta lagi inniheldur fita ekki blóð. Því getur sá sem hlaðið hefur á sig aukakilóum vegna matarástar og hóglífis ekki horft á alla þyngd sína í slíkum útreikningum á sama hátt og maður sem stundar íþróttir og líkamsæfingar og hefur hlaðið á sig vöðvum.
Sá með „aukakílóin“ verður að draga þau frá áður en hann getur byijað að reikna.
Til þess að geta gert sér grein fyrir áfengismagni í blóði verðum við að vita áfengismagniö í algengum drykkjum:
Bjórflaska…………………12 g
Einfaldur snafs…………..8 g
Vínglas…………………….17 g
Þegar reikna skal áfengismagn í blóði notum við hugtak sem kalla má „skerta líkamsþyngd“. Eins og fyrr sagði draga fituvefir ekki til sín áfengi og því verðum við að draga fituna frá líkamsþyngdinni.
„Skert líkamsþyngd” er því reiknuð þannig:
Karlmenn: Þungi mínus 30% fita.
Konur: Þungi mínus 45% fita
Áfengismagn í blóði er því hægt að reikna með því að deila áfengsmagni í skerta líkamsþyngd.
Konur finna fyrr á sér
Segjum svo að 80 kílóa þungur karlmaður drekki fjóra bjóra hverná eftir öðrum.
Skert líkamsþyngd er 80 kg mínus 30% = 56 kg.
Innbyrt áfengismagn er 4×12 g alkóhól = 46 grömm.
Prómill verður því 48:56 kg = 0,86 prómill.
Ef kona, sem líka vegur 80 kíló, drekkur líka fjóra bjóra verður útreikningurinn þessi:
Skert líkamsþyngd 80 kg mínus 45% = 44 kg.
Innbyrt áfengismagn er 4×12 g alkóhól = 48 grömm.
Prómill verður því 48:44 kg = 1,1 prómill.
Með þetta í huga er hægt að búa sér til viðmiðunartöflu sem segir hve mörg prómill venjulegur bjór skapar í blóðinu.
Karlmenn
50 kg………………..0,35%
60 kg………………..0,28%
70 kg………………..0,24%
80 kg………………..0,21%
90 kg………………..0,19%
100 kg………………0,17%
Konur
40 kg………………..0,54%
50 kg……………….0,44%
60 kg……………….0,36%
70 kg……………….0,31%
80 kg……………….0,27%
Vegna óvissuþátta er rétt að bæta 25% fráviki við þessa útreikninga.
Áfengið gufar sem betur fer upp
Aðalreglan er sú að maður brennir eins mörgum grömmum af alkóhóli á klukkustund og hann er þungur í kílóum.
Því er hægt að segja aö maður, sem vegur 70 kíló, brenni sem svarar sjö grömmum af alkóhóli á klukkustund sem svarar um 0,15 %.
Hins vegar er mikill munur á því hjá einstaklingum hvenær bruninn fer í gang og því getur liðið meira en hálf önnur klukkustund áður en grömmin sjö eru brunnin upp.
Gamla staðhæfingin að maður brenni einum sjúss á klukkutíma stenst því greinilega ekki.
Miðað við þetta verðum við að hafa í huga að venjulegur bjór er ekki horfinn úr blóðinu fyrr en eftir tvo til þrjá klukkutíma.
Við þetta má síðan bæta þeim tíma sem líður frá því að við innbyrðum áfengið þar til það er allt komið út í blóðið eða það sem kalla má „vinnslutíma”. Þessi tími lengist líka ef samtímis er verið að borða mat.
Oft má reikna með því að „vinnslutíminn” geti lengst í 1 til 2 klukkutíma og fyrst frá þeim tíma er hægt að telja þann tíma sem brennslan tekur.
Bíllinn skilinn eftir
Það er því næsta ómögulegt drekka vel fyrri hluta kvölds og reikna síðan út hve langur tími þarf að líða þar til runnið hefur nægilega af mönnum svo óhætt sé að aka heim.
Eina reglan er því sú að ef áfengi í einhverju formi hefur verið innbyrt er betra að skilja bílinn eftir því annars gæti svo farið að ökuskírteinið fjúki út í veður og vind, svo ekki sé talað um hættuna sem skapast fyrir aðra í umferðinni ef ekið er undir áhrifum.
Hafi menn farið í partí og drukkið vel og haft vit til þess að skilja bílinn eftir er um að gera að storma ekki of fljótt af stað til að sækja hann morguninn eftir því eins og tölumar hér að framan sýna tekur það sinn tíma fyrir áfengið að „gufa upp“ úr blóðinu aftur og því erum við ekki alltaf tilbúin í akstur fyrr en komið er langt fram á næsta dag.
(byggt á grein sem birtist í BT Bilen fyrir 30 árum)
Umræður um þessa grein