Þúvarpið, eða YouTube eins og það er almennt kallað, er ótrúlegt fyrirbæri. Þar ná myndbönd flugi og heimurinn verður sjúkur í eitthvað sem enginn vissi af nokkrum vikum eða mánuðum fyrr. Hér er gott dæmi.
Fyrir fimm mánuðum var myndband sett inn af furðulegri keppni sem felst í því að stökkva á handónýtri bíldruslu yfir slatta af öðrum handónýtum bíldruslum. Sumir stökkva með hjólhýsi aftan í. Þá auðvitað handónýt hjólhýsi til allt sé í stíl.
Á fimm mánuðum eru áhorf tæplega 12.000.000. Það gerir 2.400.000 á mánuði, eða um 80.000 á dag.
Hér er myndbandið og dæmi nú hver fyrir sig!
Fleira úr heimi furðusportsins:
Sprenghlægilegur kappakstur afturábak
Hjólhýsaklessubílakeppni – hvað er það?
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein