„Við kynnum átta akstursstillingar – fjórar fyrir veginn og fjórar fyrir vegleysur.“ Einhvern veginn svona útleggst kynning rafbílaframleiðandans Rivian sem í dag frumsýndi nýtt myndband. Enn eitt myndbandið þar sem rafpallbíllinn Rivian R1T virðist býsna spennandi ökutæki.
Myndbandið er tekið upp í Arizona í Bandaríkjunum og þar fá ökumennirnir Billy Jang og Kristi Nishihira að gera eitt og annað skemmtilegt á þessari 835 hestafla útgáfu pallbílsins rafmagnaða.
Nei, þarna tók ég ekki nógu ákveðið til orða. Leyfið mér að umorða þetta ögn:
Setjið veltibúr í kvikindið og hleypið mér út! Á þessum myndi ég sko vilja mæta í næsta jepparall.
Allt virðist mögulegt á þessum merkilega og úthugsaða bíl. Rivian R1T. Vonandi hafið þið, lesendur góðir, eins gaman af meðfylgjandi myndbandi og undirrituð:
Fleira sem tengist Rivian:
Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?
Fyrsti Rivian R1T er blár
Þarna er Rivian búinn til
Fólk pantar bara alla rafpallbílana!
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein