Húrra! Hjólhýsi sem er 11 fermetrar að stærð en með því að ýta réttan takka má stækka það upp í 28 fermetra snjallhýsi. Þetta tekur 60 sekúndur. Ég varð forvitin og vildi vita meira um þetta.
Jú, þetta er franskt apparat og nefnist Beauer. Fyrirtækið sem framleiðir það var stofnað 2009 en þessi stækkanlegu hjólhýsi voru kynnt til sögunnar fyrir ekki svo mörgum árum síðan.
Verkfræðingur að nafni Eric Beau vildi eignast hjólhýsi sem liti úr eins og það væri frá sjöunda áratugnum en það yrði að vera rúmgott. Ekkert svoleiðis var til og þess vegna bjó hann það bara til sjálfur. Útkoman er ekki galin.
Beauer 3X er ekki stórt þar sem það skröltir fyrir aftan bílinn sem togar það en stærsta hýsið (3X Plus) vegur alveg 2.2 tonn svo Jimny er sennilega ekki farartækið sem ætti að draga það.
Nema hvað! Þegar komið er á áfangastað ýtir maður á þennan merkilega takka og þá þrefaldast hjólhýsið. Það er fullbúið húsgögnum og eins og myndirnar bera með sér er þetta nú bara nokkuð fínt.
Þeir segja að þetta sé fínt fyrir fjóra en svefnherbergin eru tvö.
Nú er maður ekki vel að sér í svona farandboxum en mér finnst þetta frekar dýrt.
24.500 evrur (3.5 mkr.) er verðmiðinn á 2X (tveggja manna) í Frakklandi, 3X (fjögurra manna) kostar rúmar 4.5 mkr. og 3X Plus (fjögurra til sex manna) kostar tæpar 11 mkr. Það er slatti!
Hér er nýlegt myndband sem sýnir ágætlega hvernig þetta snýr:
Aðrar greinar um hjólhýsi:
Hjólhýsi sem flýtur – loks til sölu
Á þetta er horft 80.000 sinnum á dag
Hjólhýsaklessubílakeppni – hvað er það?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein