PSA-samsteypan kemur með nýjan grunn fyrir rafbíla árið 2023
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f21f88dc4c03da34b609d09_Nyr%20grunnur.jpg)
PARIS – PSA Group mun kynna nýjan grunn árið 2023 sem er aðlagaður fyrir rafknúin ökutæki og mun nýtast bæði minni og miðlungsstórum gerðum 2023.
Grunnurinn, „Electric Vehicle Modular Platform“ eða eVMP, gerir PSA kleift að smíða rafbíla sem nota rafhlöður með aksturssviði, sem nemur á bilinu 400 km til 650 km, stærð rafgeyma er 60 til 100 kílówött og með allt að 250 kílówatta afl, en eru samt sem áður skilvirkir í smíði og framleiðslu, segir forstjórinn Carlos Tavares. Þetta 650 km aksturssvið „er það sem við teljum að við munum þurfa fyrir árið 2025“, bætti hann við.
Grunnurinn verður einnig aðlagaður að tengitvinnafleiðum „fyrir erlenda markaði“, sagði hann á þriðjudag meðan uppgjör PSA á fyrri helmingi ársins var kynnt, án þess að veita nánari upplýsingar. EVMP-grunnurinn gerir kleift að vera með framhjóladrif eða aldrif
„Við erum að undirbúa stefnu okkar fyrir það þegar það eru aðallega rafbílar sem verða seldir“, sagði Tavares og bætti við að framtíðarsýn fyrirtækisins væri að skipta frá því að hafa tvo „fjölorku“-grunna yfir í að hafa tvo sérstaka grunna fyrir rafknúna bíla.
Allir bílar rafknúnir árið 2025
Árið 2025 munu 100 prósent af gerðum PSA vera rafmagnsútgáfur, sagði Tavares. Frá 2025 mun PSA hafa tvo sérstaka grunna fyrir rafknúin ökutæki: eVMP og komandi eCMP, fyrir litla og það sem Tavares kallaði „B-plús“ flokk bíla.
Núverandi gerðir samsteypunar sem nota aðeins rafmagn, kynnt árið 2019 og 2020, eru minni og miðlungsstórir bílar eins og Peugeot e-208 sem eru smíðaðir á CMP „fjölorku“ grunninum, sem notar bensín, dísil eða rafknúnar drifrásir. Stærri bílar eru smíðaðir á EMP2 grunninum, sem getur notað rafmagn með tengitvinntækni ásamt hefðbundinni brunavél, en hentar ekki fyrir bíla sem nota eingöngu rafmagn frá rafhlöðum eingöngu.
Talsmaður PSA sagði að nýju aðlöguðu rafmagnsgrunnarnir kæmu ekki strax í stað tveggja núverandi grunna samsteypunnar. „Þetta er umskipti frá tveimur fjölorkugrunnum (CMP og EMP2) í tvo grunna sem eru tileinkaðir rafknúnum ökutækjum,“ sagði hún í tölvupósti.
Tavares sagði að ekki væri kominn tími til að taka ákvörðun um hvort eVMP pallurinn yrði notaður til að renna stoðum undir framtíðarfarartæki frá Fiat Chrysler Automobiles, þar sem PSA og FCA hafa ekki enn gengið frá sameiningarsamningi sínum. En hann sagði, „það er alveg ljóst að við trúum á samkeppnishæfni eVMP og á viðeigandi tíma munum við ræða það við hinn hluta fjölskyldunnar.“
Sérfræðingurinn Philippe Houchois hjá Jefferies sagði í tilkynningu til fjárfesta að eVMP grunnurinn væri „verulegur sparnaður fyrir PSA-FCA sameininguna.“
Lágmarka kostnað við þróun og verkfæri
EVMP grunnurinn hefur „framlengt flutning“ frá EMP2-grunninum, sagði PSA, sem hefur haldið þróunarkostnaði í lágmarki og forðast stórfellda endurnýjun á búnaði í verksmiðjum. Tavares sagði að heildarkostnaðurinn næmi „hundruðum milljóna“ evra.
Einn lykillinn að sparnaði er að hanna grunninn svo hann geti notað venjulega íhluti eins og rafhlöðupakka. PSA vinnur að því að samþætta að fullu raforkutæki sína en ekki er búist við að framleiðsla á rafgeymasellum í tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum með Total/Saft, annarri í Frakklandi og hinni í Þýskalandi, fari í gang fyrr en árið 2023, að sögn Tavares.
Fyrsti bíllinn á nýja grunninum verður líklega næsta kynslóð 3008, sem forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í lok maí yrði smíðaður í verksmiðju PSA í Sochaux í Austur-Frakklandi. PSA fjárfestir um 200 milljónir evra til að undirbúa verksmiðjuna fyrir nýja grunninn.
Tveir af keppinautum PSA Group, Volkswagen Group og Renault Group, hafa einnig nýlega þróað grunn sem er aðlagaður fyrir rafknúin ökutæki. MEB frá VW Group, verður notaður af vörumerkjunum VW, Seat, Skoda og Audi, frá og með VW ID3 í sumar. Samstarfsaðili VW Group í þróun, Ford Motor, mun einnig geta notað útgáfu af grunninum.
CMF-EV grunnur rafbíla Renault, þróaður í samvinnu með Nissan, mun birtast í Nissan Ariya og að minnsta kosti tveimur væntanlegum gerðum frá Renault árið 2022.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein