Opel býður upp á ódýran hreyfanleika í þéttbýli með Rocks-e
Tveggja sæta örbíll verður stærðarlega séð fyrir neðan Corsa og verður verðlagður á því stigi sem næstum allir ökumenn hafa efni á, segir Opel.
Ekki fyrir svo löngu sögðum við frá því að Citroen hefði verið að kynna nýjan smábíl fyrir borgarumferð – Ami – en núnar hefur systurfyrirtækið Opel innan Stellantis samsteypunnar kynnt sína útgáfu að þessum nánast sama bíl, og núna undir heitinu Rocks-e
Opel miðar Rocks-e á samgöngur í borgum og á unga ökumenn.
Tveggja sæta rafmagns örbíllinn fer í sölu í Þýskalandi með haustinu. Aðrir markaðir munu fylgja síðar, sagði Opel í yfirlýsingu.
Bíllinn verður fyrir neðan Corsa og verður verðlagður á því stigi sem næstum allir ökumenn hafa efni á, allt frá ungum byrjendum til þéttbýlisfólks, sagði Opel.
Byrjunarverðið fyrir Rocks-e verður verulega lægra en fyrir lítinn bíl og mánaðarlegur leigukostnaður verður svipaður og miði fyrir almenningssamgöngur á staðnum, sagði Opel.
Opel gaf ekki upp verðlagningu. Grunnútgáfan af Ami kostar 6.990 evrur (1.038.000) í Frakklandi.
Flokkaður sem fjórhjól í Þýskalandi
Rocks-e er flokkaður sem fjórhjóli vegna smæðar og lítils hraða, þannig að hægt er að aka honum frá 15 ára aldri í Þýskalandi með sérstöku leyfi fyrir létta bifreið og nokkrum öðrum Evrópulöndum.
Opel segir að Rocks-e loki bilinu milli vespu og fólksbíla og bjóði upp á rafmagnshreyfingu með vörn gegn vindi og rigningu.
Eins og Ami er Rocks-e aðeins 2410 mm á lengd. Bíllinn er 1390 mm á breidd, að undanskildum ytri speglum.
Bíllinn vegur aðeins 471 kg, um það bil það sama og rafhlöðupakki sem er í hefðbundnum rafbíl sem aðeins notar rafhlöður til aksturs.
Drægi bílsins verður um 75 km á fullri hleðslu, sem hægt er að ná á 3,5 klukkustundum á heimilistengi, segir Opel. Rocks-e er knúin áfram af 5,5 kílówattstunda rafhlöðu og hefur hámarkshraða 45 km/klst.
Opel mun láta fylgja millistykki fyrir opinbera hleðslustöðvar en bíllinn mun ekki geta notað hraðhleðslustöðvar.
14 tommu felgur Rocks-e og snúningshringur sem aðeins 720 mm þýðir að bíllinn passar í mjög lítil bílastæði.
(Automobilwoche – Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein