Þó að margir bílaframleiðendur keppist í átt að rafvæðingu, er Mazda að sanna að það er enn pláss fyrir bensínknúna bíla. Japanski bílaframleiðandinn virðist nú ætla að slá sölumet sitt í Bandaríkjunum frá 1986, en útlit er fyrir að yfir 420,000 bílar hafi selst árið 2024 – 16% aukning frá fyrra ári.
Forstjóri Mazda í Norður-Ameríku, Tom Donnelly, þakkaði vinsældum fyrirferðarlítilla krossovera og meðalstórra jeppa þennan vöxt, með markmið um 450.000 ökutæki fyrir árið 2025.
„Við erum að auka sölu okkar í þeim bílum sem hingað til hafa staðið í stað, sagði Donnelly og talaði um söluaukningu sem Mazda hefur séð í sölu á smábílum sínum og meðalstórum jeppum.
Hæg þróun í átt að rafbílum
Þrátt fyrir velgengni sína hefur nálgun Mazda á rafvæðingu verið varfærin. Fyrirtækið býður nú upp á þrjár tvinngerðir: CX-50 tvinnbílinn, smíðaður með Toyota tækni, og tengitvinn útgáfur af CX-70 og CX-90 jeppunum. Umsagnir um þessa tvinnbíla hafa verið misjafnar og áætlanir Mazda um rafbíla eru enn takmarkaðar.
Flaggskipið, Mazda CX-90.
Mazda hyggst setja á markað tvinnkerfi sem hannað er innanhúss sem verður prófað á Bandaríkjamarkaði með rafknúnu ökutæki fyrir árið 2027. Þetta yrði fyrsti rafbíll Mazda síðan hinn skammlífi MX-30 leit dagsins ljós. Hins vegar er Donnelly enn efins um uppgang rafbíla og vitnar í núverandi markaðshlutdeild upp á aðeins 10% í Bandaríkjunum. „Við erum ekki vörumerki sem stendur á hrópunum um 100% rafbíl innan einhvers tiltekins tímaramma,” sagði hann.
Hvað knýr velgengni Mazda áfram?
Lína Mazda reiðir sig mikið á nokkrar lykilgerðir. CX-5, fyrirferðarlítill krossover framleiddur í Japan, er enn söluhæsti bíllinn, þrátt fyrir að vera einn elsti fararkosturinn í línunni. Búist er við endurhönnun á næstu tveimur árum. CX-30 og CX-50 framleiddur í Alabama hafa einnig stuðlað verulega að söluaukningu innan Mazda.
Samt sem áður, þrátt fyrir allskyns tilboð í gangi á mörkuðum, mun Mazda njóta góðs af vaxandi hlutfalli Bandarískra neytenda sem hafa meiri áhuga á tvinn- og PHEV bílum samanborið við 100% rafbíla, samkvæmt gögnum frá Alliance for Automotive Innovation.
Mazda MX-30 rafbíllinn skartar flottri hönnun og skemmtilegum fídusum en rafhlaðan frekar lítil.
Kelley Blue Book spáir að heildar bílasala í Bandaríkjunum muni aukast aðeins um 2.3% árið 2024. Þar er frammistaða Mazda áberandi. Hins vegar eru allskyns áskoranir við að eiga. Þó að Mazda kortleggi ný svæði fyrir sölu sína í Bandaríkjunum, eru þeir enn á eftir keppinautum eins og Subaru, Kia og jafnvel Nissan, sem hefur glímt við ýmsa erfiðleika árið 2024.
Það mun því reyna áfram á stefnu Mazda á komandi árum varðandi hvernig þeir snúa sér í þróun eftirspurnar eftir rafbílum. Í bili undirstrikar velgengni Mazda að jafnvel á markaði sem er heltekinn af rafvæðingu njóta bílar með brunavélar enn mikils fylgis. Hvort þessi stefna haldist raunhæf til lengri tíma er spurning sem fyrirtækið þarf að svara þegar það undirbýr stefnumið næstu ára.
Byggt á grein af Autoblog
Umræður um þessa grein