Toyota þróaði Cressida til að mæta vaxandi eftirspurn eftir lúxusbílum sem gátu keppt við dýrari evrópska og ameríska bíla. Það gerðu þeir með þeim áreiðanleika og hagkvæmni sem var einstök fyrir japanska bílaframleiðendur.
Á áttunda áratugnum sá Toyota tækifæri til að ná til viðskiptavina sem vildu meiri þægindi, rúmgóða bíla, og betri aksturseiginleika, án þess að þurfa að greiða hátt verð eða fórna endingu og einfaldleika.
Toyota setur Cressida í framleiðslu
Á áttunda áratugnum varð eftirspurn eftir þægilegri og glæsilegri bílum á heimsvísu meiri, sérstaklega í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir vildu bíla sem væru flottari að innan með auknum þægindum og fíngerðari hönnun.
Með Cressida reyndi Toyota að keppa við lúxusbíla frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þar á meðal voru bílar eins og Mercedes-Benz, BMW, og Ford. Toyota hafði reynslu af því að framleiða litla og meðalstóra bíla, en með Cressida vildu þeir sýna að þeir gátu einnig framleitt stærri og flottari bíla.
Toyota var þekkt fyrir endingu
Toyota var á þessum tíma orðið þekkt fyrir áreiðanleika og endingargóða bíla. Með Cressida setti fyrirtækið fram nýja nálgun þar sem þeir sameinuðu áreiðanleika og hagkvæmni við lúxuseiginleika. Eiginleikar sem áður höfðu verið taldir dýrari í viðhaldi. Þetta gerði Cressida að góðum valkosti fyrir þá sem vildu lúxusbíl án þess að þurfa að borga miklu meira fyrir bílinn.
Toyota hafði þróað nýjar vélar og tækni sem gerðu þeim kleift að framleiða bíla með öflugri og hljóðlátari vélum ásamt betri fjöðrun.
Það var nýjung í bílum Toyota og kom til móts við þarfir kaupenda sem sóttust eftir meiri krafti og aukinni akstursupplifun.
Þessi kúpubakur er til sölu í Þýskalandi
Bíllinn hér á myndunum er Toyota Cressida árgerð 1977. Þetta er kúpubakur en hann var frekar sjaldgæfur miðað við stallbak og skutbíla af sömu gerð. Þessi bíll er til sölu í Þýskalandi og er ekinn um 72 þús. kílómetra.
Toyota Cressida árgerð 1977 er bíll sem kveikir góðar minningar hjá mörgum fyrri eigendum. Fyrsta kynslóðin af Cressida, sem kom á markað árið 1977. Hún var byggð til að keppa við lúxusbíla frá Evrópu og Bandaríkjunum en með áreiðanleika og einfaldleika sem Toyota var þekkt fyrir.
Cressida 1977 var búin fjögurra strokka og sex strokka vélum (í USA). Algengast var þó hún væri með 2.0 lítra eða 2.6 lítra fjögurra strokka vélum. Þessi vélasamsetning gaf bílnum þokkalegt afl sem þótti ágættt á þessum tíma en Cressidan var þekkt fyrir að vera traust og endingargóð.
Bíllinn var fáanlegur bæði með fjögurra gíra beinskiptingu og þriggja gíra sjálfskiptingu. Seinna kom fimmti gírinn til sögunnar sem gerði bílinn örlítið sparneytnari.
Hönnunin var kassalaga, með einföldum og látlausum útlínum. Cressida hafði mikið af krómi og klassískum áherslum á smáatriði, eins og kassalaga ljósum við hlið aðalljósa og krómuðum stuðara.
Góður akstursbíll
nnanrýmið var rúmgott og með þægilegum sætum, bæði fyrir ökumann og farþega. Sætin voru mun mýkri og meiri lúxussæti en þekktist í japönskum bílum á þessum tíma. Hægt var að fá bílana með lúxusbúnaði eins og rafmagnsrúðum og speglum ásamt leðurlíki á sætum.
Cressida var hljóðlát og þægileg í akstri, sérstaklega miðað við japanska bílum á þessum árum. Fjörðun bílsins þótti mjúk og hægt var að keyra hana vel upp í snúning og ná þannig fínu afli út úr vélinni. Hér á landi var bíllinn kynntur sem stór lúxusbíll sem hugsaður var til lengri ferða með meiri þægindum.
Toyota var þekkt fyrir áreiðanleika og Cressida var þar engin undantekning. Toyota náði fljótt mikilli fótfestu á íslenskum bílamarkaði og hefur gríðarlega sterka stöðu enn í dag.
Umræður um þessa grein