Í dag setur Tesla á markað í Evrópu nýja sjö sæta farþegarýmisútfærslu fyrir metsölubílinn Model Y.
Frá upphafi hefur Model Y verið hugsaður sem hinn fullkomni SUV fjölskyldubíll sem býður upp á mikinn sveigjanleika. Hundruð þúsunda heimila um heim allan hafa valið Model Y sem aðalfarartæki sitt, bæði fyrir hversdagsaksturinn og langferðirnar. Model Y hentar hvers kyns lífsstíl, með veglegu farangursrými og allt að 1600 kg dráttargetu.
Fjölskylda, vinir og allur nauðsynlegur búnaður
Val um sjö sæta útfærslu á Íslandi færir sveigjanleikann upp á nýtt stig. Sjö sæta Model Y er tilvalinn fyrir barnafjölskyldur og býður upp á rými fyrir alla fjölskyldumeðlimi, vini og allan þann búnað sem þú þarft að taka með.
Þessi nýja farþegarýmisútfærsla er með einni sætaröð meira en fimm sæta Model Y, með tveimur framvísandi sætum sem hægt er að leggja niður til að hámarka geymslurými.
Aðgangur að þriðju sætaröð er auðveldaður með inngangshnöppum sem má finna aftan á annari sætaröð. Þegar ýtt er á þá rennur önnur sætaröðin fram og fellur niður til að auðvelda inngöngu og útgöngu.
Farþegar í þriðju sætaröð eru með gott höfuðrými undir afturglerinu og geta hlaðið snjalltækin sín með tveimur USB-C innstungum.
Sjö sæta Model Y er með allt að 2040 lítra farangursrými. Rafbílahönnunin leiðir til aukins rýmis vegna þess að vél og eldsneytisgeymir eru ekki til staðar og það skilar sér í 117 lítra geymslurými undir framhúddinu og 363 lítrum fyrir aftan þriðju sætaröðina.
Þetta þýðir að jafnvel þótt sjö farþegar séu í farþegarýminu er enn pláss fyrir tvær stórar ferðatöskur í skottinu og tvær stórar íþróttatöskur í farangursgeymslunni að framan. Þegar búið er að fella þriðju röðina flata niður rúma 753 lítrarnir auðveldlega barnakerrur, rafhlaupahjól, barnarúm eða 850 bleyjur. Það er nefnilega aldrei að vita.
Fyrsta flokks búnaður á viðráðanlegu verði
Sjö sæta útfærslan er eingöngu í boði fyrir Model Y Long Range með fjórhjóladrifi. Sjö sæta Model Y Long Range með fjórhjóladrifi er framleiddur í Gigafactory í Berlín-Brandenburg. Bíllinn er einstalega þægilegur, öruggur, og búinn háþróuðum tengimöguleikum, allt sem staðalbúnaður.
Líkt og allir aðrir bílar frá Tesla hefur Model Y Long Range með fjórhjóladrifi aðgang að Supercharger hraðhleðsluneti Tesla, stærsta og áreiðanlegasta háhraðhleðsluneti í heiminum.
533 km drægni samkvæmt WLTP-prófunum (áætlaðir 565 km á hefðbundnum 19” felgum) og mjög sparneytin aflrás skila sér í styttri hleðslustoppum í fjölskylduferðum og fleiri kílómetrum á hverja krónu í hleðslu.
Model Y er líka mun ódýrari en flest fólk heldur. Þegar hvatar, eldsneytissparnaður og lágmarksviðhald eru tekin með í reikninginn er eignarhaldskostnaðurinn nálægt því sem það kostar að eiga fjöldaframleidda bíla í minni gæðum.
Fyrstu afhendingar sjö sæta Model Y Long Range með fjórhjóladrifi til viðskiptavina í Evrópu fara fram síðar á þessum ársfjórðungi.
Model Y Long Range sjö sæta með aldrifi er nú í boði á Íslandi frá 8.262.001 kr.
Umræður um þessa grein