- Tesla á Íslandi kynnir nýjan Model 3 með meiri drægni en nokkru sinni fyrr. Tesla lækkar verð á Íslandi á Model 3 og Model Y
Í dag kynnir Tesla nýja viðbót við Model 3 línuna í Evrópu – Model 3 Long Range með afturhjóladrifi.
Model 3 Long Range með afturhjóladrifi er með 702 km drægni (WLTP) og notar 12.5 kWh/100 km og er því með meiri drægni en nokkur annar Model 3, ásamt því að vera sparneytnasti bílinn sem Tesla hefur framleitt til þessa.
Hagkvæmasti rafbíllinn sem er í boði í Evrópu
Model 3 Long Range með afturhjóladrifi er fáanlegur á Íslandi frá 6.690.000 kr. og er hagkvæmasti rafbíllinn sem í boði er í Evrópu um þessar mundir. Þessi ótrúlega drægni sem fæst á viðráðanlegu verði er afrakstur stöðugrar tækniþróunar hjá Tesla sem hefur verið miðað að aukinni orkunýtingu fyrir lægri kostnað. Auðveld leið til að lýsa afrakstur þessarar tækniþróunnar: Model 3 Long Range með afturhjóladrifi getur ekið heilan kílómetra á þeirri orku sem þarf til að hita frosna máltíð í örbylgjuofni. Sé þetta sett í samhengi þýðir þetta að framtíðareigendur geta ekið fleiri kílómetra á hverja krónu sem varið er í hleðslu.
Model 3 Long Range með afturhjóladrifi þarfnast mjög lítils viðhalds og býður upp á óviðjafnanlega upplifun fyrir nánast sama heildarkostnað og fyrir hefðbundna fjöldaframleidda bíla. Rétt eins og allir Tesla bílar er Model 3 Long Range með afturhjóladrifi búinn öllum þeim staðalbúnaði sem fáanlegur er í Model 3.
Allt sem gerði Model 3 að söluhæsta bílnum – nú með enn meiri drægni
Model 3 Long Range með afturhjóladrifi víkur ekki frá því sem gerði Model 3 að söluhæsta bílnum á heimsvísu. Hann skilar frábærri drægni, sparneytni og aksturseiginleikum á við sportbíl og er búinn háþróuðum tæknibúnaði – allt á viðráðanlegu verði. Þessi nýja útfærsla inniheldur allar endurbæturnar sem gerðar voru á Model 3 línunni á síðasta ári og býður upp á meiri fágun, þægindi og úrvalsgæði – að utan sem að innan.
Umlykjandi hönnun farþegarýmisins úr hágæða efnum, sem útfærð er af einstakri nákvæmni, er hljóðlátari en nokkru sinni fyrr, þökk sé hljóðeinangruðu 360° gleri, endurbættum fjöðrunarbúnaði, þéttingum og hljóðdempandi eiginleikum sem voru fyrst kynntir á uppfærðum Model 3.
Vandað hljóðkerfi sem hannað er af Tesla og samanstendur af 9 hátölurum, bassahátalara og magnara, ásamt innbyggðum stuðningi við streymisþjónustur á borð við Spotify, Apple Music, YouTube Music og fleira, ýtir undir þessa umlykjandi tilfinningu.
8 tommu skjár í annarri sætaröð býður farþegum í aftursætum upp á auðvelt aðgengi að hitastýringu og afþreyingu. Farþegar í framsætum geta notið þægindanna sem fylgja loftræstum sætum og hita í sætum í bæði fyrstu og annarri sætaröð sem veita hlýju þegar hitastigið lækkar.
Model 3 Long Range með afturhjóladrifi er tilvalinn valkostur fyrir fólk sem ferðast mikið og elskar að skoða sig um. Með óviðjafnanlega orkunýtni og aðgang að yfir 60 Tesla Supercharger hleðslustöðvum á Íslandi – sem eru hluti af stærsta og áreiðanlegasta ofurhraðhleðsluneti í heimi – geturðu farið hvert sem er í helgarfríinu.
Model 3 Long Range með afturhjóladrifi er nú í boði á Íslandi frá 6.690.000 kr., eða 5.790.000 kr. að frádregnum rafbílastyrk – hannaðu þinn hér.
Afhending á Model 3 Long Range með afturhjóladrifi til viðskiptavina í Evrópu hefst í nóvember.
Tesla lækkaði í dag verð á öllum gerðum Model Y og Model 3 á Íslandi, og er nú hægt að kaupa Tesla bíl frá 5.090.000 kr. (með rafbílastyrk frá Orkusjóði).
Hér má sjá nýju verðin að frádregnum styrk til rafbílakaupa frá Orkusjóði:
RWD | Long Range RWD | Long Range AWD | Performance | |
Model 3 | 5.090.000 | 5.790.000 | 6.390.000 | 7.267.502 |
Model Y | 5.990.000 | 6.590.001 | 6.990.001 | 7.490.00 |
(fréttatilkynning frá Tesla á Íslandi)
Umræður um þessa grein